Fara í efni

Hafnir Ísafjarðarbæjar - Hafnarverkamenn, sumarstörf

Störf í boði

Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsa laus til umsóknar tvö 100% störf hafnarverkamanna. Um er að ræða sumarstöf frá 15. maí til 15. september 2022. Starfsstöðvar eru á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Megin starfsstöð hafnarverkamanna verður á Ísafjarðarhöfn en viðkomandi munu einnig sinna verkefnum á öðrum höfnum bæjarins þegar svo ber undir. Næsti yfirmaður er hafnarstjóri.

Meginverkefni:

  • Vigtun sjávarafla fiskiskipa
  • Móttaka skipa og aðstoð við festarþjónustu
  • Samskipti við sjómenn og fyrirtæki
  • Önnur almenn hafnar- og verkamannastörf

Menntun og hæfniskröfur:

  • Löggilding vigtarmanns kostur
  • Uppfylla reglur um hæfi vigtarmanna, 20 ára aldurstakmark
  • Góð samskiptafærni, þjónustulund og jákvætt viðhorf
  • Gott líkamlegt ástand
  • Bílpróf
  • Réttindi á vinnuvélar og/eða lyftara kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og enskukunnátta kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag (FosVest/VerkVest).

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmundur M. Kristjánsson hafnarstjóri í síma 450-8081 eða í gegnum neðangreindan tölvupóst.

Umsóknarfrestur er til og með 7. mars 2022. Umsóknir skulu sendar til hafnarstjóra á netfangið hofn@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá og afrit af prófskírteinum.