Fara í efni

Hafnir Ísafjarðarbæjar – Hafnarstjóri

Störf í boði

Hafnir Ísafjarðarbæjar auglýsa laust til umsóknar 100% starf hafnarstjóra frá 1. janúar 2023 eða eftir nánara samkomulagi. Leitað er að metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að leiða öflugt starf hafna Ísafjarðarbæjar. Næsti yfirmaður hafnarstjóra er bæjarstjóri.

Hafnarstjóri sér um daglega stjórnun hafnarsvæðisins, deilir út verkefnum, sinnir starfsmannastjórnun og þarf jafnframt sjálfur að geta sinnt öllum helstu verkum á höfninni. Viðkomandi kemur að kynningu og markaðssetningu á höfnum Ísafjarðarbæjar og stuðlar að stöðugum umbótum í takt við framsækna og nútímalega hafnarþjónustu. Hafnirnar eru fjórar, þ.e. á Ísafirði, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri og er öll grunnþjónusta í boði á þessum stöðum.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur og stjórnun hafnarsvæðis
  • Starfsmannastjórnun
  • Undirbúningur og gerð fjárhagsáætlana og ábyrgð á fjárreiðum
  • Umsjón með viðhaldi fasteigna, mannvirkja og tækja í eigu hafnarsjóðs
  • Umsjón og eftirlit með veittri þjónustu
  • Kynning og markaðssetning hafnarinnar og samskipti við viðskiptavini
  • Upplýsingagjöf og vinnsla mála til hafnarstjórnar
  • Stefnumótun í málefnum hafnanna
  • Yfirumsjón með hafnsögu og stjórn á umferð um hafnarsvæði
  • Sinnir helstu verkum í forföllum annarra starfsmanna

Hæfniskröfur:

  • Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Reynsla af rekstri er skilyrði
  • Þekking á hafnarmálum og opinberri stjórnsýslu
  • Leiðtogahæfni, frumkvæði og metnaður til að ná árangri
  • Góð samskiptafærni og jákvætt viðmót
  • Skipulagsfærni og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti er nauðsynleg, önnur tungumál kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta og þekking á excel
  • Reynsla af starfsmannastjórnun æskileg
  • Þekking á skipulags- og umhverfismálum kostur
  • Skipstjórnarréttindi til stjórnar skipa, 24m lengd hið minnsta (A – réttindi) kostur
  • Stærri vinnuvélaréttindi kostur

Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 24. október 2022. Nánari upplýsingar um starfið veitir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri í síma 450-8000 eða í gegnum tölvupóst á arnalara@isafjordur.is.

Umsóknir skulu sendar til Baldurs Inga Jónassonar, mannauðsstjóra Ísafjarðarbæjar á netfangið baldurjo@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, kynningarbréf og afrit af viðeigandi réttindum/prófskírteinum. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.