Grunnskólinn á Ísafirði auglýsir laust til umsóknar starf bókavarðar. Um er að ræða 37,5% starf þar sem vinnutíminn er frá 09:15 til 12:15. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starf bókavarðar felst m.a. í að veita nemendum, kennurum og öðrum gestum safnsins viðeigandi aðstoð og leiðbeiningar. Hann aðstoðar bókasafnsfræðing og léttir undir við ýmis verkefni sem að safninu snúa.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Miðlun og ráðgjöf til kennara og nemenda á kennsluefni úr skólasafni í tengslum við skipulag verkefna og kennslu
- Ráðgjöf við upplýsingaleit í bókum og tölvum, mynd- og hljóðrituðu efni í tengslum við verkefnavinnu og almenna upplýsingaleit
- Ráðgjöf við nemendur um val á lestrarefni
- Sögustundir, kynningar á höfundum og verkum þeirra
- Aðstoðar bókasafnsvörð við ýmis verkefni, s.s. grisjun gagna, talningu á kennslubókum og daglega umsjón safnsins
Hæfniskröfur:
- Gerð er krafa um stúdentspróf
- Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
- Handlagni og verkkunnátta til að leysa úr ólíkum verkefnum
- Reynsla af sambærilegu starfi kostur
- Gott frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslenskukunnátta og færni í ræðu og riti, önnur tungumálakunnátta kostur
Launakjör eru samkvæmt samningum launanefndar sveitarfélaga við Kjöl/VerkVest.
Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2024. Umsóknum skal skilað til Guðbjargar Höllu Magnadóttur skólastjóra á netfangið gudbjorgma@isafjordur.is. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg Halla í síma 450-8300 eða í gegnum tölvupóst.
Við hvetjum áhugasöm, óháð kyni til að sækja um starfið. Vakin er athygli á markmiði mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar að jafna kynjaskiptingu innan starfsgreina og að vinnustaðir endurspegli fjölbreytileika samfélagsins. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
-Við þjónum með gleði til gagns-