Fara í efni

Framtíðarstarf á Patreksfirði

Störf í boði

Olíudreifing óskar eftir að ráða traustan meiraprófsbílstjóra sem sinnir einnig starfi umsjónarmanns birgðastöðvar. Leitað er að starfskrafti sem hefur ríkar þjónustulund og getur unnið sjálfstætt. Starfsstöð er á Patreksfirði.

Starfssvið:

  • Olíudreifing beint á tanka, skip og vinna í birgðastöð.
  • Ábyrgð á daglegum rekstri birgðastöðvar.
  • Skráning og frágangur afgreiðsluseðla við afgreiðslu eldsneytis.
  • Framkvæmd og skráning eftirlits í birgðastöð.
  • Öryggismál og önnur tilfallandi verkefni.

Hæfniskröfur:

  • Meirapróf.
  • Sjálfstæð, örugg og vönduð vinnubrögð.
  • Framúrskarandi samskiptahæfni og rík þjónustulund.

Olíudreifing greiðir ADR námskeið og laun á námskeiðstíma fyrir þá bílstjóra sem hafa ekki ADR réttindi. Við hvetjum jafnt konur og karla til að sækja um starfið. Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.  

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember næstkomandi.

Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur um hæfni viðkomandi til að gegna starfinu.

Umsjón með starfinu hefur Hildur Jóna Ragnarsdóttir (hildur@vinnvinn.is).

Sækja um starf