Fara í efni

Fisherman – Markaðs- og þjónustustjóri

Störf í boði

FISHERMAN leitar að jákvæðum og sjálfstæðum einstakling til að þróa, leiða og viðhalda markaðs- og þjónustustefnu Fisherman. Starfið krefst frumkvæðis og afburða samskiptahæfileika til að leiða góðan hóp til árangurs. Í boði er spennandi starf hjá fyrirtæki sem stækkar ört og hefur sterka framtíðarsýn.

Helstu verkefni eru

  • Að hafa umsjón með og fylgja eftir innleiðingu á markaðs og þjónustustefnu.
  • Að byggja upp og vera leiðtogi starfsmanna í framlínu fyrirtækisins.
  • Að leiða innri markaðssetningu með starfsfólki Fisherman.
  • Að veita eftirfylgni með sölu og markaðsáætlun.

Hæfnikröfur

  • Mikilvægt er að vera sælkeri.
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af markaðs- og kynningarstörfum.
  • Reynsla af sölu- og þjónustustörfum.
  • Umbótahugsun og afburða samskipta- og skipulagshæfni
  • Jákvæðni og frumkvæði
  • Góð færni í íslensku og ensku, jafnt í töluðu sem rituðu máli.

Hvers vegna FISHERMAN?

Fisherman býr í litlu, fallegu sjávarþorpi á Vestfjörðum þar sem allt snýst um fisk. Við framleiðum og seljum vörur tengt fisk víða um heiminn. Við tökum á móti þúsundum gesta og bjóðum þeim að kynnast okkar starfsemi hvort sem er í gegnum dagsferðir eða hótelgistingu. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið með vörumerki okkar og viljum nýta auðlindir af ábyrgð og nærgætni til að bæta lífsgæði í nútíð og framtíð. Hjá okkur ríkir heimilislegur og jákvæður starfsandi sem einkennist af metnaði, samstöðu og uppbyggilegum samskiptum. Við bjóðum upp á góðan aðbúnað og fjölskylduvænt vinnuumhverfi. Starfið getur mögulega verið óháð staðsetningu starfsmanns.

Sendið endilega póst á Eddu Sólveigu í netfangið edda@fisherman.is til að óska eftir frekari upplýsingum um starfið.