Fara í efni

Wild Westfjords – framkvæmdastjóri dagsferðafyrirtækis

Störf í boði

Tækifæri fyrir kláran og reynslumikinn einstakling til að taka við stjórnunarstöðu í litlu en metnaðarfullu dagsferðafyrirtæki á Ísafirði. Þetta er spennandi tími til að taka að sér starfið þar sem það hefur orðið gríðarleg aukning í áhuga ferðamanna á Vestfjörðum og útlit fyrir áframhaldandi vöxt næstu árin.

Framkvæmdastjóri stýrir öllum daglegum rekstri og er ábyrgur fyrir okkar mikilvægustu markmiðum: ánægju viðskiptavina og rekstrarárangri.
Starfið krefst a.m.k. 4 mánaða dvalar á Ísafirði eða nágrenni yfir sumartímann.

Við bjóðum uppá traust rekstrarumhverfi, góð kerfi, gott teymi, gott orðspor og góð viðskiptasambönd. Nær allir viðskiptavinir (99.9%) eru erlendir ferðamenn.

Helstu verkefni og ábyrgð

Yfirumsjón með daglegri starfsemi og sölu
Jákvæð upplifun viðskiptavina í fyrirrúmi
Rekstrarárangur og sjálfbærni í fyrirrúmi

Menntunar- og hæfniskröfur

2+ ára reynsla af ferðaskrifstofustörfum (rekstri, stjórnun, sölu og/eða bókunum), eða rekstri dagsferða, eða önnur reynsla úr ferðaþjónustu
Leiðtoga-, samskipta- og söluhæfileikar
Góð tölvu- og reikningskunnátta
Góð ensku- og íslenskukunnátta
Háskólamenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Leiðsögumenntun er plús
Farþegaökuréttindi eru plús
Færni í öðrum tungumálum er plús

Fjarvinna er möguleg allt að 8 mánuði á ári

Skrifstofan okkar er í miðbæ Ísafjarðar

Um langtímaráðningu og heilsársstarf er að ræða. Langflestar ferðirnar okkar eru yfir sumartímann en markaðs- og söluvinnan nær yfir allt árið.

Upphafsdagsetning er sem fyrst, sveigjanleg eftir þörfum þess umsækjanda sem ráðinn verður, en alls ekki seinna en um miðjan ágúst.

Sækja um