Fara í efni

Vesturbyggð - Ráðgjafi á fjölskyldusviði

Störf í boði

Vest­ur­byggð auglýsir eftir ráðgjafa á fjöl­skyldu­sviði. Sveit­ar­fé­lagið Vest­ur­byggð og Tálkna­fjarð­ar­hreppur reka sameig­in­lega félags­þjón­ustu og nær því starfs­svæðið yfir bæði sveit­ar­fé­lögin.

Leitað er eftir metnaðarfullum einstaklingi sem er ábyrgur og getur unnið sjálfstætt í málaflokkum sem heyra undir fjölskyldusvið Vesturbyggðar.

Meginverkefni

 • Unnið í þeim verkefnum sem falla undir félagsþjónustu og barnavernd
 • Veitir ráðgefandi leiðbeiningar til stofnana sveitarfélagana sem og við samstarfsaðila í velferðarmálum vegna málefna barna og ungmenna.
 • Unnið eftir lögum varðandi þá málaflokka sem falla undir fjölskyldusvið Vesturbyggðar s.s. málefni fatlaðs fólks, málefni barna og ungmenna, félagsleg ráðgjöf, jafnréttismál, innflytjendamál og málefni aldraðra
 • Þátttaka í teymisvinnu og þverfaglegri samvinnu við aðrar starfseiningar innan fjölskyldusviðsins og innan sveitarfélagsins
 • Móttaka og mat tilkynninga um óviðunandi aðbúnað barna skv. Barnaverndarlögum nr.80/2002

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf til starfsréttinda í félagsráðgjöf æskileg eða háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærileg starfi er kostur
 • Góð íslenskukunnátta í ræðu og riti skilyrði
 • Enskukunnátta æskileg
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögum
 • Rík og góð samskiptahæfni
 • Jákvæðni og aðlögunarhæfni
 • Hreint saka vottorð í samræmi við lög og reglur

Umsóknarfrestur er til og með 30. nóvember 2021

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Jónsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldsviðs í síma 450 2300 eða arnheidur@vesturbyggd.is

Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun, starfsferil og fleira skal senda á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is merkt Umsókn – Ráðgjafi á fjölskyldusviði. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu í starfið. Sveitarfélagið aðstoðar við leit að húsnæði.