Fara í efni

Kerecis óskar eftir starfsfólki á Ísafirði

Störf í boði

Verkefnastjóra í vöruþróun

Starfsmaðurinn mun vinna að vöruþróunarverkefnum frá hugmynd að framleiðslu. Starfsmaður mun bera ábyrgð á kostnaðargreiningu, uppsetningu verkefnis og þeim prófunum sem þarf til að vara komist á markað.

• Háskólamenntun í verk- eða tæknifræði, raunvísindum eða heilbrigðisvísindum
• Góð enskukunnátta
• Áhugi á tækniþróun
• Skipulag, frumkvæði og drifkraftur
• Staðsetning: Ísafjörður

Æskilegt:
• Reynsla og þekking á þróun lækningartækja

Upplýsingar um veitir Dóra Hlín Gísladóttir; dhg@kerecis.com

Umsóknir sendist til hr@kerecis.com fyrir 22. nóvember n.k.

------------------------------------------------------------------------------------------------------------------

Sérfræðingur í gæðadeild

Starfsmaðurinn mun vinna náið með gæðastjóra við að stýra og þróa gæðakerfi Kerecis. Starfsmaðurinn mun vinna að innri úttektum, skráningum, skjalastjórnun og vinnslu úrbóta og fyrirbyggjandi aðgerða, ásamt öðrum verkefnum.

• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Mjög góð enskukunnátta
• Nákvæmni og gott auga fyrir smáatriðum
• Skipulagshæfileikar og drifkraftur
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Staðsetning: Ísafjörður

Upplýsingar veitir Heiða Jónsdóttir, hjo@kerecis.com

Umsóknir sendist til hr@kerecis.com fyrir 22. nóvember n.k.

----------------------------------------------------------------------------------------------------

Skrifstofumaður í framleiðsludeild

Starfsmaðurinn mun sjá um upplýsingagjöf, símsvörun og móttöku, yfirferð skjala, skjalagerð, yfirferð sölupantana og fylgiskjala auk utanumhald ýmissa skráninga í framleiðslu. Starfsmaðurinn mun einning taka þátt í ýmsum verkefnum í framleiðsludeild og öðrum deildum Kerecis.

• Góð almenn tölvukunnátta
• Góð enskukunnátta
• Gott auga fyrir smáatriðum
• Áhugi og hæfni í textagerð
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Staðsetning: Ísafjörður

Upplýsingar veitir Guðbjörg Þrastardóttir, gth@kerecis.com

Umsóknir sendist til hr@kerecis.com fyrir 22. nóvember n.k.