Fara í efni

Verkefnastjóri í FabVest smiðju á Ísafirði

Fréttir Störf í boði

Menntaskólinn á Ísafirði auglýsir eftir verkefnastjóra í stafrænni smiðju, FabVest, á Ísafirði. FabVest-smiðjan er staðsett innan skólans. Verkefnastjóri vinnur með forstöðumanni FabVest að starfi smiðjunnar. FabVest er stafræn smiðja (fab lab). Viðfangsefni smiðjunnar eru frumgerðasmíði, þjálfun, þróun og ýmiss konar nýsköpunarverkefni í samstarfi við skóla, fyrirtæki, almenning og frumkvöðla.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnastjóri í FabVest:
 • tekur á móti notendahópum FabVest-smiðju og kynnir þeim möguleika smiðjunnar
 • leiðbeinir notendum smiðjunnar og veitir þeim tæknilega leiðsögn
 • vinnur með forstöðumanni að auknu samstarfi og stuðningi við frumkvöðla og sprotafyrirtæki á norðanverðum Vestfjörðum
 • hefur umsjón með skráningu á tölulegum gögnum um starfsemi FabVest og tölfræðilegum greiningum á starfseminni
 • vinnur með forstöðumanni að áætlanagerð fyrir FabVest smiðju
 • leitar eftir styrkjum og gengur frá styrkumsóknum í nýsköpunarverkefni
 • tekur þátt í markaðssetningu FabVest og kynningu á starfi smiðjunnar í samstarfi við forstöðumann
 • kennir nýsköpunaráfanga við MÍ

Hæfniskröfur

 • Lipurð í samskiptum, gott viðmót og þjónustulund
 • Færni til að vinna með öðrum að lausn mála og taka þátt í viðtæku samstarfi og teymisvinnu með fjölbreyttum hópum.
 • Reynsla af starfi í fablab eða nýsköpun
 • Reynsla af kennslu, starfstengdri leiðsögn eða svipuðum störfum
 • Yfirgripsmikil þekking á frumkvöðlamennt og nýsköpun
 • Þekking og reynsla af viðskiptaumhverfi nýsköpunar og sprotafyrirtækja
 • Þekking og reynsla á markaðssetningu með notkun stafrænna miðla er kostur
 • Góð færni í notkun á upplýsingatækni og geta til að tileinka sér sérhæfð forrit
 • Þekking og reynsla af skráningu og greiningu á tölulegum gögnum er kostur
 • Umsækjandi skal uppfylla kröfur um hæfni og menntun kennara sem kveðið er á um í lögum nr. 95/2019 og hafa leyfisbréf sem kveður á um rétt til að nota starfsheitið kennari.

Frekari upplýsingar um starfið

Starfshlutfall er 100% þar af getur kennsla verið allt að 50%. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélög hafa gert og stofnanasamningum MÍ. Ráðið er í starfið frá 1. september 2021 eða samkvæmt samkomulagi. Næsti yfirmaður er forstöðumaður FabVest. Vinnutími er sveigjanlegur en getur krafist óreglulegrar viðveru sem tengd er opnunartímum smiðjunnar fyrir almenning, fyrirtæki og námskeið sem eru haldin utan starfstíma skólans. Hafi umsækjandi ekki sótt nám í Fab Academy mun viðkomandi þurfa að fara í það nám. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2021. Umsóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsferil ásamt afriti af prófskírteinum ef við á. Umsækjendur sendi jafnframt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar veitir Jón Reynir Sigurvinsson skólameistari - jon@misa.is Hildur Halldórsdóttir aðstoðarskólameistari – hildur@misa.is

Auglýsingu um starfið má finna hér