Fara í efni

Verkefnastjóri á sviði sveitarstjórnarmála

Störf í boði

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið auglýsir eftir verkefnisstjóra í tímabundið starf á skrifstofu sveitarfélaga og byggðamála til ársloka 2022.

Helstu verkefni og ábyrgð

Helstu verkefni eru framkvæmd og eftirfylgni stefnumótandi áætlunar um málefni sveitarfélaga fyrir árin 2019-2023. Eitt af markmiðum áætlunarinnar er að sveitarfélög á Íslandi verði öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi. Verkefnisstjóri mun einkum vinna að framkvæmd aðgerða er varða starfsaðstæður kjörinna fulltrúa lágmarkíbúafjölda sveitarfélaga og verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. 

Við leitum eftir framsýnum einstaklingi sem hefur áhuga og innsýn í nýsköpun í opinberri stjórnsýslu, hefur yfirsýn yfir málefni sveitarfélaga og er sjálfstæður í störfum, til að fylgja eftir aðgerðum stefnumörkunarinnar. 

Hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
  • Reynsla af verkefnastjórnun.
  • Þekking á málefnum sveitarfélaga æskileg.
  • Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti.
  • Kunnátta á ensku og einu Norðurlandatungumáli kostur.
  • Þekking á áætlunargerð æskileg.
  • Samskiptafærni, frumkvæði og metnaður.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.

Athygli er vakin á því að í samræmi við byggðastefnu stjórnvalda er starfið auglýst án staðsetningar.  Einstaklingar óháð kyni eru hvött til að sækja um starfið. Athygli er vakin á því að umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. 

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.06.2021

Nánari upplýsingar veitir

Guðný Elísabet Ingadóttir - gudny.e.ingadottir@srn.is - 5458200

Smelltu hér til að sækja um starfið