Fara í efni

Umsjónaraðili á ratsjár- og fjarskiptastöð Atlantshafsbandalagsins á Bolafjalli

Störf í boði

Landhelgisgæsla Íslands leitar að áhugasömum og drífandi einstaklingi til starfa við ratsjár- og fjarskiptastöð Atlantshafsbandalagsins sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands á Bolafjalli í Bolungarvík. Starfið felur í sér daglega umsjón og eftirlit auk viðhalds svæða, búnaðar, tækja og mannvirkja. Um er að ræða dagvinnustarf en viðkomandi þarf einnig að geta sinnt útköllum utan hefðbundins vinnutíma. Þar af leiðandi er búseta á nærsvæði æskileg.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Öryggis- og svæðisgæsla
  • Viðbrögð við bilunum í rekstrarbúnaði, vélum og tækjum ásamt almennu viðhaldi
  • Umsjón með ferðum og flutningi starfsfólks
  • Eftirlit og umsjón með varahlutalagerum og birgðum
  • Eftirlit með verktakavinnu, umhverfismálum og umsjón með bifreiðum, snjósleðum og vinnuvélum
  • Almenn húsvarsla og önnur verkefni í samráði við yfirmann

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Reynsla, menntun og færni sem nýtist í starfi
  • Vinnuvélapróf og bílpróf skilyrði
  • Reglusemi, nákvæmni og snyrtimennska
  • Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum
  • Almenn íslensku- og enskukunnátta
  • Góð tölvukunnátta
  • Gott líkamlegt og andlegt atgervi

Vakin er athygli á því að starfsfólk Landhelgisgæslu Íslands skal uppfylla skilyrði fyrir öryggisheimild sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 og reglugerð nr. 959/2012.

Um Landhelgisgæslu Íslands:
Landhelgisgæsla Íslands er löggæslustofnun sem hefur það hlutverk að sinna löggæslu og eftirliti sem og leit og björgun á hafsvæðinu umhverfis Ísland. Landhelgisgæslan fer einnig með daglega framkvæmd varnartengdra verkefna sbr. varnarmálalög nr. 34/2008 þ.m.t. er rekstur öryggissvæða, mannvirkja, kerfa-, ratsjár- og fjarskiptastöðva. Hjá Landhelgisgæslunni starfar rúmlega 200 manna samhentur hópur sem hefur að leiðarljósi slagorðið: Við erum til taks! Gildi Landhelgisgæslunnar eru: Öryggi - Þjónusta – Fagmennska. Nánari upplýsingar um Landhelgisgæslu Íslands má finna á: www.lhg.is.

Umsóknarfrestur er til og með 19. september 2022. Umsókn þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs.

Nánari upplýsingar veita Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511 1225.