Fara í efni

Tónlistarskóli Vesturbyggðar - Tónlistarkennari/píanokennari

Störf í boði

Tónlist­ar­skóli Vest­ur­byggðar auglýsir eftir tónlist­ar­kennara til að kenna á píanó og fleiri greinar, auk þess að sinna meðleik.

Tónlistarskóli Vesturbyggðar er vaxandi og vel útbúinn skóli, staðsettur í grunnskólanum á Patreksfirði og á Bíldudal. Vesturbyggð er sveitarfélag í örum vexti og nemendur Tónlistarskólans orðnir yfir sextíu talsins auk forskóla. Við skólann starfar lítill en öflugur kennarahópur sem leggur áherslu á samspil af ýmsu tagi, fjölbreytni í tónlist og framþróun í kennsluháttum.

Leitað er eftir áhugasömum einstaklingi sem sýnir frumkvæði og sveigjanleika í starfi.

Helsu verkefni og ábyrgð

Viðkomandi þarf að geta kennt nemendum á öllum aldri á píanó. Einnig þarf viðkomandi að geta leikið með nemendum skólans á tónleikum og í áfangaprófum. Kostur er ef viðkomandi getur tekið að sér kennslu í fleiri greinum og/eða leikið á fleiri hljóðfæri en píanó.

Hæfniskröfur

  • Háskólapróf í tónlist æskilegt eða tónlistarnám sem nýtist í starfi
  • Reynsla af kennslustörfum og meðleik æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2022

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, skólastjóri, netfang: tonlistarskoli@vesturbyggd.is, eða í síma 450 2340.

Ferilskrá og kynningarbréf, merkt „Umsókn um starf tónlistarkennara“, berist til Tónlistarskóla Vesturbyggðar, Aðalstræti 53, 450 Vesturbyggð, eða í tölvupósti til tonlistarskoli@vesturbyggd.is.