Fara í efni

Þjónustufulltrúi í umferðarþjónustu 1777 Ísafirði

Störf í boði

Þjónustufulltrúi í umferðarþjónustu 1777 Ísafirði

Starf þjónustufulltrúa í umferðarþjónustu 1777 er laust til umsóknar. Starfið felur í sér vaktavinnu.

 Helstu verkefni og ábyrgð

  • Miðlun upplýsinga til vegfarenda um færð og veður
  • Símsvörun á skiptiborði
  • Ýmis úrvinnsla gagna

 Hæfniskröfur

  • Stúdentspróf æskilegt eða sambærileg menntun
  • Góð íslenskukunnátta
  • Góð enskukunnátta og gjarnan eitt Norðurlandamál
  • Góð tölvukunnátta
  • Góð þekking á landafræði
  • Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
  • Góðir samstarfhæfileikar og þjónustulund

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.

Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni eru hvattir til að sækja um. Umsókn skal fylgja ferilsskrá og  kynningarbréf þar sem gerð er grein fyirr ástæðu umsóknar.  Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.  

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2021

Nánari upplýsingar veitir

Kristinn Þröstur Jónsson - kristinn.th.jonsson@vegagerdin.is - 5221619

Hægt er að sækja um starfið hér