Fara í efni

Leik­skóla­kennari / leið­bein­andi í sumaraf­leys­ingar - Vesturbyggð

Störf í boði

Leitað er eftir leik­skóla­kennara til starfa á Arakletti á Patreks­firði í tvær 100% stöður. Ef ekki fæst leik­skóla­kennari þá ráðum við leið­bein­anda eða annað Háskóla­menntað fólk.

Araklettur er þriggja deilda leikskoli fyrir 14 mánaða – 6 ára. Við vinnum með Uppeldi til ábyrgðar sem okkar uppeldis- og agastefna. Uppeldi til ábyrgðar stuðlar að jákvæðum samskiptum, hvetur til sjálfstæðrar hugsunar og þroskar jákvætt gildismat.

Leikskólinn byggir einnig starf sitt á kenningum John Dewey um að læra af reynslunni, þar sem börnin eru virkir þátttakendur í skipulagningu og framkvæmd leikskólastarfsins. Leikurinn er náms- og þroskaleið barnsins og er mikilvægt að leiknum sé gefinn góður tími og nægt rými í leikskólanum til að þróast.

Gildi leikskólans eru leikur, gleði og Vinátta

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leikskólakennari eða önnur uppeldismenntun
  • Hæfni, reynsla og áhugi í starfi með börnum
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Færni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku

Starfskröfur

  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt lýsingu leikskólakennara.
  • Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi en starfslýsingu leikskólakennara má finna á ki.is

Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2022

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðmunda Júlía Valdimarsdóttir, leikskólastjóri, araklettur@vesturbyggd.is