Fara í efni

Kirkjuvörður – Ísafjarðarkirkja

Störf í boði

Sóknarnefnd Ísafjarðarsóknar auglýsir laust starf kirkjuvarðar. Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt framtíðarstarf.

Starfsstöð kirkjuvarðar er í Safnaðarheimili Ísafjarðarkirkju, einnig tilheyra sókninni Hnífsdalskapella og kapellan á Réttarholti í Engidal. Innan sóknarinnar eru þrír kirkjugarðar; Eyrarkirkjugarður, Hnífsdalskirkjugarður og kirkjugarðurinn á Réttarholti í Engidal.

Í starfinu felst umsjón með kirkjugörðum, kirkju og safnaðarheimili ásamt þátttöku í kirkjulegum athöfnum og safnaðarstarfi. Einnig ýmis viðhaldsvinna og umhirða eigna ásamt öðrum verkefnum samkvæmt starfslýsingu.

Kirkjuvörður þarf að hafa góða almenna menntun ásamt lágmarks tölvukunnáttu. Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleika ásamt því að búa yfir ríkri þjónustulund. Hæfniskröfur eru sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni, áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað til þess að takast á við mismunandi verkefni.

Með umsókn óskum við eftir náms- og starfsferilsskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu. Umsóknarfrestur er til og með 20. ágúst 2021.

Umsóknir sendist á netfangið isafjardarsokn@gmail.com 

 

Frekari upplýsingar veita

Sigríður Lára Gunnlaugsdóttir sigridurlarag@gmail.com

Hlynur Hafberg Snorrason snorrason1963@icloud.com