Fara í efni

Kennari óskast í Bíldu­dals­skóla

Störf í boði

Viltu slást í hóp kennara með faglegan metnað og starfs­gleði að leið­ar­ljósi? Bíldu­dals­skóli leitar eftir kennara frá 1. janúar 2022 sem getur tekið að sér fjöl­breytta kennslu í 1. – 10. bekk. Mögu­leikar á 70% – 100% starfi.


Samskipti, samvinna og sköpun – einkunnarorð Bíldudalsskóla.

Helstu verkefni og ábyrgð

Skipuleggur nám og kennir í samráði við stefnu Bíldudalsskóla

  • Sjónlistir
  • Íslensku sem annað mál
  • Sérkennslu
  • Íþróttir
  • Tekur þátt í teymisvinnu
  • Vinnur að skólaþróun með stjórnendum og samstarfsmönnum

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Reynsla af sérkennslu, sjónlistarkennslu eða annarri kennslu æskileg
  • Lipurð í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi
  • Faglegur metnaður
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
  • Áhugi á að starfa með börnum í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
  • Reynsla af teymisvinnu er kostur

Umsóknarfrestur er til og með 28. desember 2021

Umsóknir sendist á elsa@vesturbyggd.is. Nánari upplýsingar gefur Elsa Ísfold Arnórsdóttir, skólastjóri Bíldudalsskóla í síma 450 2333 og 699 3422