Fara í efni

Innkaupa- og birgðastjóri hjá Kerecis

Störf í boði

Kerecis (www.kerecis.com) er líftæknifyrirtæki sem er frumkvöðull í notkun á roði og fitusýrum í lækningartilgangi. Vörur Kerecis eru notaðar til meðhöndlunar á margskonar vefjaskaða s.s. þrálátum sárum, brunasárum, munnholssárum og til margskonar uppbyggingar á líkamsvef. Gildi Kerecis byggja á samúð, heiðarleika og áhugasemi. Um 300 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Ísafirði, í Reykjavík, Sviss, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Sölumenn Kerecis selja vörur fyrirtækisins beint til heilbrigðisstofnana á Íslandi, á þýskumælandi mörkuðum og Bandaríkjunum. Í öðrum heimshlutum er selt í gegnum dreifingaraðila. Kerecis er það fyrirtæki sem vex hraðast í heiminum á sviði meðferðar á vefjaskaða. Tækni félagsins hefur vakið athygli á heimsvísu og á félagið í samstarfi um þróun og notkun á tækni þess víða um heim m.a. við bandarískar varnarmálastofnanir. Í Bandaríkjunum eru vörur Kerecis m.a. notaðar af mörgum stærstu spítölum landsins.

Fyrirtækið leitar að innkaupa- og birgðastjóra sem verður hluti af framleiðsluarmi fyrirtækisins á Ísafirði.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Fylgjast með og meta birgðastöðu og bregðast við síbreytilegri þörf fyrir aðföng
  • Vinna með byrgjum að því að lækka kostnað, stytta afhendingartíma og tryggja að vara sé send og afhent eins og samið var um
  • Marka lágmarks birgðarstöðu og koma á reglulegri endurskoðun til að tryggja að hún sé í takt við þarfir framleiðslunnar á hverjum tímapunkti
  • Koma á viðskiptasambandi við varabirgja
  • Fylgjast með gæðum aðkeyptrar vöru og annast endursendingar og -greiðslur eftir þörfum
  • Þróa og útfæra kerfi sem ber saman birgðartölur og raunstöðu til að auka nákvæmni í birgðahaldi
  • Aðstoða við gerð efnislista (Bill of Materials) fyrir allar framleiðsluvörur og tryggja þannig rétta áætlanagerð vegna kostnaðar
  • Aðstoða við innleiðingu ERP-kerfis (Enterprise Resource Planning)
  • Vinna að því með flutningsaðilum að draga úr kostnaði og stytta sendingartíma
  • Þróa markmið og mæligildi til að meta árangur í innkaupum og birgðastjórnun
  • Gerð núllskýrslna fyrir inn- og útflutning tækja á leið í skoðanir og yfirhalningu
  • Önnur störf sem yfirmaður kann að fela starfsmanni
Menntunar- og hæfniskröfur
  •  Sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Geta til að forgangsraða
  • Kunnátta í Microsoft Office
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Færni í PowerBI eða sambærilegu er kostur
  • BS háskólagráða eða lágmark 2ja ára reynsla sem nýtist í starfi

Frekari uppl´syingar má finna á alfred.is