Fara í efni

Húsasmiðjan og Blómaval Ísafirði

Störf í boði

Húsasmiðjan og Blómaval á Ísafirði leita að metnaðarfullum og söludrifnum einstaklingum til að bætast í hóp öflugra starfsmanna sinna.

Um er að ræða nokkur sumar- og íhlaupastörf með möguleika á áframhaldandi hlutastarfi eftir sumarið.

Vinsamlega merkið við hvaða starf sótt er um í umsóknarferli.

Sumarafleysingar í Blómval. Helstu verkefni eru ráðgjöf, sala og þjónusta við viðskiptavini og önnur almenn verslunarstörf. Vinnutími/starfshlutfall er umsemjanlegt, en gæti hentað einstaklingum sem vilja vinna fyrripart dags. Gott væri ef viðkomandi geti hafið störf í endaðan apríl eða byrjun maí sem er líflegur og skemmtilegur tími í Blómaval.

Sumarafleysing í verslun. Helstu verkefni eru ráðgjöf, sala og þjónusta við viðskiptavini og önnur almenn verslunarstörf. Vinnutími/starfshlutfall er umsemjanlegt.

Sumarafleysing í timbursölu. Helstu verkefni eru ráðgjöf, sala og þjónusta við viðskiptavini og önnur almenn verslunarstörf. 100 % starfshlutafall.

Hæfniskröfur:

  • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð
  • Jákvætt hugarfar
  • Almenn tölvukunnátta

Lögð er rík áhersla á jákvætt hugarfar, glaðlega framkomu og að vinna saman að því alla daga að veita framúrskarandi þjónustu til viðskiptavina.

Sækja um

Nánari upplýsingar um störfin gefur rekstrarstjóri verslunarinnar, Haraldur Júlíusson á halli@husa.is.