Fara í efni

Heilbrigðisstofnun Vestfjarða – Skurðlæknir á Ísafirði

Störf í boði

Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingi til að sinna starfi skurðlæknis á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Um er að ræða 100% starf en lægra starfshlutfall kæmi til greina.

Á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða starfa um 250 manns sem veita almenna heilbrigðisþjónustu á heilsugæslu-, hjúkrunar- og sjúkrasviði. Heilsugæslustöðvar eru á Ísafirði og Patreksfirði og heilsugæslusel í öllum byggðakjörnum heilbrigðisumdæmisins. Boðið er upp á fjölbreytt starf í örvandi starfsumhverfi og góðum starfsanda.

Samhliða þessari auglýsingu auglýsum við stöðu heilsugæslulæknis og stöðu framkvæmdastjóra lækninga. Stöðu framkvæmdastjóra lækninga hefur verið sinnt samhliða skurðlæknisstöðu hingað til, en opið er fyrir að hvort heldur sem er læknir á heilsugæslu eða skurðlæknir sinni framkvæmdastjórastöðunni.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almennar skurðlækningar og fæðingarhjálp.
  • Slysa- og göngudeildarþjónusta.
  • Vaktþjónusta og ráðgjöf.
  • Þátttaka í umbótaverkefnum, teymisvinnu og þróun í samvinnu við yfirlækni.
  • Kennsla og þjálfun læknanema.

Læknar starfa samkvæmt lögum og reglugerðum um heilbrigðisstarfsmenn, siðareglum og markmiðum lækna og viðkomandi deildar.

Hæfniskröfur

  • Íslenskt lækningaleyfi og sérfræðiviðurkenning í skurðlækningum er skilyrði.
  • Góð almenn tölvukunnátta og íslenskukunnátta skilyrði.
  • Jákvætt viðmót og framúrskarandi samskiptafærni.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Drifkraftur, þrautseigja og árangursmiðað viðhorf.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.

Með umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt fylgibréfi þar sem gert er grein fyrir hæfni og áhuga á starfinu ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.

Viðtöl verða tekin við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim ásamt innsendum gögnum og umsögnum meðmælenda.

Sjálfstæðið er mikið í starfi en baklandið gott. Tækin eru ný og uppbyggingarhugur í fólki.

Utan vinnu eru lífsgæðin mikil. Tækifærin til útivistar eru allt um kring, enginn tími fer í ferðalög til og frá vinnu. Börnin eru eins og blóm í eggi í leikskóla, grunnskóla, tónlistarskóla, íþróttastarfi, menntaskóla og jafnvel lýðskóla eða háskóla.

Fullt af spennandi atvinnutækifærum fyrir maka og margvísleg starfsemi sem krefst háskólamenntunar á svæðinu, sjá til dæmis laus störf á vef Ísafjarðarbæjar. Boðið er upp á góða aðlögun í upphafi starfs og aðstoð við öflun húsnæðis.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 23.05.2022

Nánari upplýsingar veitir

Andri Konráðsson, Framkvæmdastjóri lækninga - andri@hvest.is - 4504500

Smelltu hér til að sækja um starfið