Fara í efni

Umsókn smáframleiðendur

Vestfjarðastofa býður framleiðendum að taka þátt í verkefni sem hefur það að markmiði að bæta markaðsstöðu og auka sýnileika vestfirskra matvæla.  

Hvað felst í verkefninu?

  • Þátttaka í vinnustofu um vestfirska matarmenningu
  • Ljósmyndari kemur til hvers framleiðenda og tekur myndir af afurðum
  • Aðstoð við að "segja söguna" um framleiðsluna
  • Hver og einn framleiðandi fær handleiðslu í stafrænni markaðssetningu með áherslu á samfélagmiðla

Hvað þarf til að sækja um?

  • Leyfi til matvælaframleiðslu
  • Í umsókn skal lýsa afurðum fyrirtækisins, framtíðarsýn og skuldbinda sig til þátttöku í verkefninu

Hvað kostar að taka þátt?

  • Verkefnið er þátttakendum að kostnaðarlausu en með umsókn skuldbinda þáttakendur sig til þátttöku í vinnustofu um matarmenningu, til að setja niður "sögu" um framleiðsluna, taka á móti ljósmyndara og til að nýta myndir í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.  
  • Þátttakendur skila einnig frásögn af þátttöku sinni í verkefninu sem má birta ásamt einni mynd á vefsíðu eða samfélgsmiðlum Vestfjarðastofu þegar verkefninu lýkur.  

Hvernig er valið í verkefnið?

  • Valnefnd velur 10 smáframleiðendur til þátttöku í verkefninu 
  • Við val á þátttakendum skoðar valnefnd afurðir, framtíðarsýn og stöðu fyrirtækisins