Styrkir til háskólanema á vegum sjávarútvegsklasa VestfjarðaGrants for university students offered by association of West Fjords fisheries
Markmiðið er að styrkja lokaverkefni sem skapa aukin verðmæti úr sjávarauðlindinni samhliða eflingu atvinnulífs á Vestfjörðum.
Nemendur á framhaldsstigi háskóla í öllum háskólum á Íslandi geta sótt um styrk. Auk styrksins munu fyrirtækin í sjávarútvegsklasa Vestfjarða veita upplýsingar, miðla af reynslu og útvega hráefni, upplýsingar og aðstöðu eins og þörf er á hverju sinni. Það mun gefa nemendum góða innsýn inn í spennandi ný verkefni í vestfirskum sjávarútvegi.
Valin verða 3-5 lokaverkefni og hægt er að sækja um styrk allt að 1.000.000 kr eftir umfangi verkefna. Skilafrestur er 21. október 2024.
Nánari upplýsingar um verkefnið má finna á verkefnasíðu verkefnisins.