Skilmálar
Greiðsluskilmálar
Reikningur er gefinn út með gjalddaga 1. júlí 2025 og eindaga 1. ágúst 2025. Þátttaka telst staðfest við greiðslu.
Afskráning
Hægt er að afskrá sig til og með 31. júlí 2025. Engin endurgreiðsla er í boði frá og með 1. ágúst.
Ábyrgð sýnenda
Sýnandi ber sjálfur ábyrgð á öllum búnaði og markaðsefni á sínum bás. Allt efni skal vera innan úthlutaðs pláss og má ekki hindra gangvegi eða neyðarútganga.
Rafmagn
Rafmagn er einungis ætlað léttum kynningarbúnaði, s.s. tölvum, skjám og ljósum. Ekki verður í boði 3 fasa tengingar eða tengingar fyrir aflmikinn búnað.
Eldvarnir
Notkun á opnum eldi er stranglega bönnuð á sýningarsvæðinu.
Sala og kynningar
Leyfilegt er að selja vörur á básum. Þeir sem bjóða upp á mat eru hvattir til að bjóða gestum kynningarsmakk.
Viðvera á básum
Ekki er gerð krafa um að sýnandi sé sjálfur viðstaddur, en gert er ráð fyrir að einhver annist básinn og svara fyrirspurnum gesta meðan sýning stendur.
Hljóðnotkun
Ef hljóðbúnaður er notaður skal hljóðstyrkur stilltur í hóf og ekki trufla aðra sýnendur.
Myndatökur og miðlun efnis
Skipuleggjendur áskilja sér rétt til að taka ljósmyndir og myndbönd á sýningunni, og nota í kynningarefni og miðlun til fjölmiðla.