Fara í efni

Sóknaráætlun Vestfjarða

Sóknaráætlun Vestfjarða
Sóknaráætlun Vestfjarða er sértæk byggðaáætlun fyrir Vestfirði og jafnframt samheiti yfir samning landshlutasamtaka sveitarfélaga við hið opinbera um fjármögnun sóknaráætlunar og Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Í öllum landshlutum liggja fyrir Sóknaráætlanir sem gilda út árið 2019 en vinna við áherslur fyrir árið 2020-2024 mun hefjast vorið 2019.

Sóknaráætlanirnar fela í sér stöðumat, framtíðarsýn, markmið og aðgerðir og eru þær unnar í  samráði við heimamenn. Áhersluverkefni og verkefni styrkt af uppbyggingarsjóðum taka mið af áherslum sóknaráætlana í hverjum landshluta.