Fara í efni

Áhersluverkefni 2019

Visit Westfjords 

Framkvæmdaraðili - Vestfjarðastofa
Verkefnið snýr að almennri markaðssetningu Vestfjarða sem áfangastað ferðamanna.  Verkefninu er skipt niður í fimm þætti:
1. Samfélagsmiðlar og vefur                      
2. Blaðamannaferðir 
3. FAM ferð 
4. Sýningar/vinnustofur 
5. Beinar auglýsingar  

Lokaafurð - Heilsteypt markaðsvinna fyrir Markaðsstofu Vestfjarða sem horfir til þeirra áhersluþátta sem settir hafa verið t.d með tilliti til lengingar ferðamannatímabilsins og dreifingar ferðamanna innan svæðisins. 
Framlag úr Sóknaráætlun 2019 - Kr. 7.200.000-

Síðu Visit Westfjords má finna hér

Hringvegur 2

Framkvæmdaraðili - Vestfjarðastofa
Verkefnið tekur til þróunar, undirbúnings og opnunar ferðamannaleiðarinnar Hringvegs 2 á Vestfjörðum. Horft er til að þegar Hringvegur 2 verði farinn verið hægt að stoppa, njóta ferðarinnar og upplifa Vestfirði. Er þetta verkefni hugsað til þriggja ára og er fyrsti þáttur verkefnis styrktur að þessu sinni.
Árangursmælikvarði - Skilgreining á á ferðamannaleiðinni og greining á þeirri upplifun sem tengist ferðalagi um hringveg2. 
Framlag úr Sóknaráætlun 2019- Kr. 4.000.000-

Umhverfisvottaðir Vestfirðir

Framkvæmdaraðili - Vestfjarðastofa
Verkefnið gengur út á að viðhalda vottun sem sveitarfélögin á Vestfjörðum hafa fengið síðustu ár. Verkefnisstjóri vinnur að því að uppfæra gögn og gera þær skýrslur sem þarf til að fá vottun. Verkefni vinnur í því að leita leiða til að innleiða vinnulag sem hjálpar sveitarfélögunum að uppfylla þau skilyrði sem m.a hafa verið sett  með loftlagsmarkmiðum ríkisstjórnarinnar og koma í veg fyrir rýrnun á náttúrulegum og félagslegum auðlindum, og hvetja einstaklinga til að fylgja góðu fordæmi og bæta umgengni sína í anda sjálfbærrar þróunar. 
Lokaafurð- Vottun viðhaldið og framfarir í umhverfismálum - Verkefnið er langtímaverkefni.
Framlag úr Sóknaráætlun 2019- Kr.4.000.000-

Verkefni fyrir árið 2019 var lokið með sýningu Umhverfislestar sem sett var upp á þremur stöðum á Vestfjörðum,Hólmavík, Patreksfirði og Ísafirði . Sýningin tók á ýmsum umhverfismálum og sýndi hvernig má innleiða vinnulag á heimili og í fyrirtækjum til að bæta umgengni í anda sjálfbærrar þróunar. Vottunaraðili mun koma og taka út vinnu sveitarfélaga 5. desember 2019.

Staða - Áhersluverkefni 2019- lokið

Lýðháskólinn á Flateyri

Framkvæmdaraðili - Lýðháskólinn á Flateyri
Með því að styðja við Lýðháskólann á Flateyri er verið að skapa nýjan valkost í íslensku menntakerfi fyrir fólk sem hefur ekki fundið sig í hinu hefðbundna skólakerfi. Skólinn hefur mikið samfélagslegt og menningarleg áhrif á Flateyri og nágranna þorp, bæði vegna nemenda og kennarar sem verða á svæðinu. 
Lokaafurð - Nýr valkostur í menntakerfinu og starfandi skóli á Flateyri
Framlag úr Sóknaráætlun 2019- Kr. 4.000.000-

Staða - Áhersluverkefni 2019- lokið

Matarkistan Vestfirðir

Framkvæmdaraðili - Fræðslumiðstöð Vestfjarða 
Verkefnið gengur út á að bjóða upp á nám sem eykur þekkingu og færni, ýtir undir samvinnu og skapar tengsl á milli aðila sem hafa í hyggju að fara í framleiðslu matvæla á svæðinu. 
Lokaafurð- Ný námsbraut í boði á Vestfjörðum 
Framlag út Sóknaráætlun 2019- Kr.3.175.000

Staða - Áhersluverkefni 2019- lokið

Smávirkjanir 

Framkvæmdaraðili - Vestfjarðastofa - Verkfræðistofa
Verkefnið gengur út á að fá verkfræðistofu til að vinna greiningu á því hvort að þörf sé á að stofna smávirkjanasjóð á Vestfjörðum. Sjóðnum væri ætlað að styrkja fyrstu skrefin í rannsóknum og auka möguleika á litlum virkjunum á Vestfjörðum.
Lokaafurð- Skýrsla sem sýnir hver næstu skref ættu að vera í verkefninu. 
Framlag úr Sóknaráætlun 2019- Kr. 2.000.000

 Staða - Áhersluverkefni 2019- í vinnslu

Innviðauppbygging vegna fiskeldisuppbyggingar á Vestfjörðum 

Framkvæmdaraðili - Vestfjarðastofa
Verkefnið gengur út á að koma með heildstæða stefnu byggða á þekkingu, vísindalegum upplýsingum og reynslu sem hefur áunnist í fiskeldi á Vestfjörðum. Unnið verður þverfaglegt stefnumótunarskjal með aðkomu fagaðila úr fiskeldi sem og sérfræðingum á þeim sviðum sem tengjast atvinnugreininni. 
Lokaafurð- Heildstæð stefna í fiskeldi á Vestfjörðum sem byggir á þekkingu, vísindalegum upplýsingum og reynslu sem hægt verður að leggja fram fyrir stjórnvöld á Íslandi.
Framlag úr Sóknaráætlun 2019- Kr. 5.000.000

Verkefni í vinnslu - áætluð lok haust 2020

Þverfaglega rannsóknarteymið

Framkvæmdaraðili - Háskólasetur Vestfjarða
Megintilgangur verkefnisins er að geta veitt fjármögnun í að styðja uppbygginu á óhlutdrægum, þverfaglegum vísindarannsóknum á Vestfjörðum. Verkefni er framhald á verkefni sem stutt var árið 2017. 
Lokaafurð- Þverfaglegt teymi komið á fót sem stendur fyrir faglegum verkefnum og viðburðum á Vestfjörðum er varða vísindaleg málefni.
Framlag úr Sóknaráætlun 2019- Kr. 2.200.000

Staða - Áhersluverkefni 2019- lokið

Nýtt meistaranám í Sjávarbyggðafræðum

Framkvæmdaraðili - Háskólasetur Vestfjarða
Verkefnið er að stofna nýja námsleið á meistarastigi hjá Háskólasetri Vestfjarða. Námsleiðin er að öllu leyti hugsuð hliðstæð við núverandi námsleið í Strandsvæðastjórnun, til að nýta samlegð. 
Lokaafurð- Ný námsleið á Vestfjörðum og aukinn sýnileiki. 
Framlag úr Sóknaráætlun 2019- Kr. 5.000.000

Staða - Áhersluverkefni 2019- lokið