Fara í efni

Orkumál

Orkuframleiðsla og flutningsmál raforku eru lykilmál á Vestfjörðum, því innan landshlutans eru einungis framleidd um 40% af núverandi notkun.  Vestfirðir eru því mjög háðir flutningi orku frá öðrum hlutum landsins.

Öryggi núverandi flutningskerfis raforku (Vesturlína) inn til Vestfjarða á megintengipunkt (Mjólká í Arnarfirði), er óviðunandi. Til að tryggja samkeppnishæft öryggi yrði að tvöfalda Vesturlínu og auka orkuframleiðslu innan Vestfjarða.  

Áætlanir um úrbætur sem hafa verið í umræðu allt frá árinu 2007 en hafa strandað á ákvæði raforkulaga um að viðbætur við flutningskerfið megi ekki auka kostnað á aðra notendur. Styrkingu flutningskerfisins yrði að kosta með sértækum ríkisstyrk eða stórframleiðandi og eða stórnotandi kæmi inn á svæðið og greiddu fyrir flutningslínur. Ríkið hefur með aðgerðarleysi í raun hafnað kröfu um sértækan ríkisstuðning.  Virkjunaráform sem eru í undirbúningi á Vestfjörðum eru sú leið getur leyst orku og flutningsmál raforku á Vestfjörðum. 

Krafa sveitarfélaga á Vestfjörðum er að aukin orkuframleiðsla innan landshlutans geri svæðið sjálfbært varðandi orkunotkun.  Lykilþáttur fyrir framkvæmd þessara verkefna er staðsetning tengipunkts í Ísafjarðardjúpi og hringtenging flutningskerfis um Vestfirði. 

Starfsmaður