Fara í efni

Fiskeldi

Fiskeldi er umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað getur umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Kolefnisspor sjókvíeldis er svipað og við veiðar á villtum fiski og lægra en í flestri annarri framleiðslu á dýraafurðum til manneldis. Áhersla á fiskeldi rímar því vel við áherslur umhverfisvottaðra sveitarfélaga á Vestfjörðum.  

Fiskeldi hefur í Sóknaráætlun Vestfjarða verið skilgreint sem áhersluþáttur og verkefni Vestfjarðastofu er að styðja við uppbyggingu atvinnugreinarinnar með hagsmunagæslu, atvinnuþróun og nýsköpun. 

Fiskeldi er einn helsti vaxtarbroddur atvinnvinnulífs á Vestfjörðum og er sjálfbær uppbygging atvinnugreinarinnar eitt stærsta hagsmunamál svæðisins. Á sunnanverðum Vestfjörðum hafa orðið til rúmlega 300 ný störf á síðustu árum við eldi og afleidd störf og býður mikil tækifæri til sóknar.