Fara í efni

Ferðaþjónusta

Vestfjarðastofa sinnir ferðaþjónustu svæðisins undir merkjum Markaðsstofu Vestfjarða og Visit Westfjords. Verkefni í tengslum við ferðaþjónustu eru unnin í  samstarfi við sveitarfélögin á svæðinu sem og ferðaþjónustufyrirtækin. 

Markaðsstofa Vestfjarða starfar sem deild innan Vestfjarðastofu og sinnir markaðssetningu, innviðamálum og stefnumótun ferðaþjónustu svæðisins. Helstu hlutverk Markaðsstofu Vestfjarða eru:

- Kynning svæðisins 
- Umsjón með heimasíðu og samfélagsmiðlum (www.westfjords.is)
- Útgáfa kynningarefnis, bæklinga og korta
- Blaðamannaferðir í samstarfi við Íslandsstofu
- Ferðasýningar á lykilmörkuðum
- Gerð og eftirfylgni áfangastaðaáætlunar 

Markaðsstofa Vestfjarða hélt utan um vinnu við Áfangastaðaáætlun Vestfjarða, en sú áætlun var gefin út seinni hluta árs 2018, en unnið er að uppfærslu og verður hún gefin út fyrir lok árs 2020. Í Áfangastaðaáætluninni er sett fram heilsteypt stefna fyrir svæðið í ferðaþjónustu. 

Starfsmaður