Nřtingarߊtlun fyrir strandsvŠ­i Vestfjar­a

BÝldudalur
BÝldudalur

Fjórðungssamband Vestfirðinga, Teiknistofan Eik og Háskólasetur Vestfjarða vinna að verkefninu Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Vestfjarða. Vinna við verkefnið hófst árið 2009 þegar hafist var handa við að skrá núverandi nýtingu alls strandsvæðis við Vestfirði. Í framhaldinu var ákveðið að horfa fyrst til Arnarfjarðar og vinna nýtingaráætlun fyrir Arnarfjörð sem tilraunaverkefni.

 

Meginmarkmið þessa fyrsta áfanga verkefnisins var að gera samþætta nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar og samræma stjórnun og nýtingu þessa svæðis í samvinnu við hagsmunaaðila. Verkefninu er ætlað að bæta nýtingarmöguleika strandsvæðis í Arnarfirði og stuðla að sjálfbærri nýtingu til hagsbóta fyrir samfélag, efnahagslíf og umhverfi. Jafnframt er verkefninu ætlað að stuðla að nýsköpun á sviði umhverfis- og auðlindastjórnunar á strandsvæðum. Unnið er eftir ákveðnu verklagi sem m.a. felur í sér nána samvinnu við íbúa og hagsmunaaðila.

 

Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 

Ísafjarðarbær, Tálknafjarðarhreppur og Vesturbyggð hafa nú öll samþykkt Nýtingaráætlun strandsvæðis Arnarfjarðar 2012-2024 ásamt umhverfisskýrslu. Þar er m.a. fjallað um nýtingu fjarðarins, þ.e.a.s. á svæði sem afmarkast af línu sem liggur 115 m frá stórstraumsfjöruborði og línu sem liggur 1 sjómílu utan við grunnlínu landhelginnar. Áætlunin er ekki lögformleg skipulagsáætlun en við gerð hennar hafa verkferlar svæðisskipulags verið hafðir til hliðsjónar.  

 

Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024. Samþykkt tillaga 2013. (12mb)

Þemauppdráttur - núverandi nýting. Nóv. 2013.

Stefnuuppdráttur. Nóvember 2013.

 

Næstu skref í verkefninu - nýtingaráætlun fyrir Djúpið

 

Nú er vinna hafinn við að gera sams konar áætlun fyrir Ísafjarðardjúp og Jökulfirði. Sú vinna er þegar hafin og má fræðast um hana undir þessum tengli. Langtímamarkmið er að vinna nýtingaráætlun fyrir Vestfirði alla.

 

Vestfirðir eru kjörið svæði til að þróa aðferðafræði fyrir slíka áætlanagerð. Þar eru sterk tengsl byggðar við sjóinn en jafnframt er nýting strandsvæðisins fjölbreytt. Álag og ásókn í nýtingu strandsvæða hefur einnig farið vaxandi.

Svipmynd