Auglřst eftir umsˇknum Ý Strauma

Straumar er verkefni sem aðstoðar unga listamenn, ættaða af Vestfjörðum, á aldrinum 20-35 ára, til að koma aftur heim til átthaga sinna og deila listsköpun sinni með heimamönnum.

Tilgangurinn með verkefninu er margþættur, að hvetja listamenn til að túlka uppruna sinn í verkum sínum,  að átta sig á því hvers vegna þeir fluttu burt og togstreitunni á milli heimahaganna og hins stóra heims.

Verkefnið er ætlað fólki á aldrinum 20-35 ára sem hefur lokið viðurkenndu listnámi, starfar sem listamenn eða stundar nám sem mun leiða til viðurkenndrar prófgráðu í listum og skapandi greinum.

Veittir eru ferðastyrkir og styrkir til vinnu að verkefninu.

Nánari tímasetning verkefnisins verður ákveðin með þeim sem veljast til verkefnisins. 

Vonast er til þess að til verkefnisins veljist listamenn úr ólíkum greinum og að með þeim verði samtal og samvinna. 

 

Sæktu um með því að smella hér

 

Umsóknarfrestur er til miðnættis sunnudagsins 24. september 2017

Svipmynd