Fjˇr­ungssambandi­

Fjórðungssamband Vestfirðinga er bandalag sveitarfélaga á Vestfjörðum, sameiginlegur vettvangur þeirra og málsvari. Hér er um frjáls samtök að ræða en ekki lögbundin. Tilgangur Fjórðungssambandsins er að vinna að hagsmunum vestfirskra sveitarfélaga og alls Vestfirðingafjórðungs. Stefna samabandsins er mótuð af ályktunum Fjórðungsþinga og stefnumörkun FV hverju sinni.  Fjórðungssamband Vestfirðinga fylgist náið með og beitir sér í málefnum sveitarfélaga, hvar sem þau kunna að vera til umfjöllunar, ekki síst á Alþingi, í ráðuneytum og ríkisstofnunum. 

 

Skipulag Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur breyst nokkuð frá fyrstu gerð enda þótt viðfangsefni séu að mestu svipuð og var í öndverðu. Sýslufélög standa ekki lengur að sambandinu, eins og var fyrstu tvo áratugina, heldur sveitarfélögin. Með lögum um tekjustofna sveitarfélaga árið 1972 batnaði fjárhagur sambandsins og var þá opnuð skrifstofa og framkvæmdastjóri ráðinn. Fyrsti framkvæmdastjóri sambandsins var Jóhann T. Bjarnason, sem gengdi starfinu af sérstökum dugnaði og samviskusemi um nærfellt tuttugu og þriggja ára skeið. 

Höfuðstöðvar Fjórðungssambands Vestfirðinga eru í Þróunarsetri Vestfjarða, Árnagötu 2-4, Ísafirði, í nánu sambýli við aðra þá sem þar starfa. Skrifstofan er opin frá 8:30-16.00, sími á skrifstofu er 450-3001. Eftir að rekstur Fjórðungssambandsins, Menningarráðs Vestfjarða og Markaðsstofu Vestfjarða var sameinaður í upphafi árs 2013 er einnig skrifstofa í Þróunarsetrinu að Höfðagötu 3 á Hólmavík þar sem menningarfulltrúi starfar.

Svipmynd

┌tsřni­ frß Nuuk