G÷gn og forsendur

Núverandi nýting

Í forverkefni var safnað saman upplýsingum um núverandi nýtingu á strandsvæðum Vestfjarða. Upplýsingum var safnað saman á opnum fundum með íbúum og öðrum hagsmunaaðilum í nóvember 2009. Þessi gögn gefa vísbendingar um hagsmuni mismunandi hópa og hvaða svæði eru efnahagslega mikilvæg.

 

Náttúrufar

Við gerð nýtingaráætlunarinnar þarf að afla grunngagna sem eru forsenda fyrir stefnumörkuninni. Safna þarf saman gögnum sem til eru um líffræði, vistfræði og eðlisræn einkenni svæðisins, svo sem strauma, dýpt og haffræði. Mikilvægt er að greina hvaða svæði eru mikilvæg. Mikilvægið getur t.d. verið vegna viðkvæmni eða sérstöðu. 

 

Frekari greining

Tengja þarf upplýsingar um náttúrufar og nýtingu saman. Afla þarf upplýsinga um hvaða svæði eru undir miklu álagi og hver umhverfisáhrif nýtingar eru. Jafnframt eru upplýsingar um nýtingarhæfni svæða mjög æskilegar.

 

Gildandi stefna

Þó svo að ekki sé í gildi neitt skipulag á strandsvæðum, þ.e. utan 115 m frá stórstraumsfjöruborði, þá gilda ýmis stefnuskjöl um nýtingu þessa svæðis. Dæmi um slíka stefnu er að finna í ritunum Hafið: Stefna íslenskra stjórnvalda og Velferð til framtíðar: Sjálfbær þróun í íslensku samfélagi - Stefnumörkun til 2020. Einnig ber að horfa til skipulagsáætlana sveitarfélaga á landi.

 

Lög og reglugerðir

Sex ráðuneyti fara með málefni hafsins auk þess sem ýmis málefni hafsins tengjast öðrum ráðuneytum óbeint. Þar af leiðandi er fjöldi laga og reglugerða sem snertir nýtingu strandsvæða og taka þarf tillit til í verkefnavinnunni.

 

 

Stefna stjórnvalda og sjálfbær þróun

Lög og reglugerðir

Skipulagsáætlanir

Vefsíður stofnanna

Dæmi um nýtingaráætlanir á strandsvæðum og strandsvæðaskipulag

Svipmynd