Styrk˙thlutanir 2007

Styrkjum Menningarráðs Vestfjarða fyrir árið 2007 var úthlutað við hátíðlega athöfn í Náttúrugripasafninu í Bolungarvík þann 7. desember 2007. Við athöfnina fluttu Gunnar Hallsson formaður Menningarráðs Vestfjarða og Eiríkur Þorláksson fulltrúi Menntamálaráðuneytisins erindi, en athöfninni stjórnaði Anna Guðrún Edvardsdóttir formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Jón Jónsson menningarfulltrúi Vestfjarða kynnti síðan niðurstöður Menningarráðsins varðandi styrkveitingar árið 2007 áður en boðið var upp á léttar veitingar. Menningaratriði voru auk þess á dagskránni, brot af því besta úr vestfirsku menningarlífi.

Framlög Menningarráðsins fyrir árið 2007 skiptast svo: 

Félag áhugamanna um skrímslasetur: Skrímslasetur - hönnun og uppsetning á sýningu - 1.500.000.-
Sjóræningjar ehf: Sjóræningjahúsið á Vatneyri – undirbúningur, heimildaöflun og hönnun - 1.500.000.-
Kómedíuleikhúsið - 1.300.000.- (samtals, 5 verkefni)
     Act alone leiklistarhátíð 2007 - 500 þús.
     Jólasveinar Grýlusynir - einleikur - 500 þús.
     Ég bið að heilsa - Jónasardagskrá - 200 þús.
     Þjóðsögur úr Vesturbyggð - hljóðbók - 50 þús.
     Þjóðsögur úr Ísafjarðarbæ - hljóðbók - 50 þús.
Arnkatla 2008: Samstarf sýninga og safna á Ströndum og Reykhólasveit um sameiginlega markaðssetningu menningartengdrar ferðaþjónustu á svæðunum - 1.000.000.-
Menningarmiðstöðin Edinborg á Ísafirði: Menningarverkefni á vegum Menningarmiðstöðvarinnar Edinborg í Edinborgarhúsinu á Ísafirði 2007 - 750.000.-
Strandagaldur ses - 750.000.- (samtals, 3 verkefni)
     Sagnaleikhúsið á Hólmavík - 300 þús.
     Þrjár galdraskræður - 300 þús.
     Þýðingar á leiðsagnartexta á Galdrasýningu á Ströndum - 150 þús.
Við Djúpið, félag: Tónlistarhátíðin og masterklassarnir Við Djúpið 2007 - 700.000.-
Aldrei fór ég suður – áhugafélag um tónlistarflutning: Styrkur vegna tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður á Ísafirði 22.-23. mars - 700.000.-
Óstofnað félag um vinahús Jóns úr Vör: Vinahús Jóns úr Vör - 700.000.-
Ásta Þórisdóttir: Þúfa, minjagripir og handverk fyrir sýningar og söfn - 700.000.-
Litli leikklúbburinn - 600.000.- (samtals, 2 verkefni)
     Leikverk með nafninu Skugga-Sveinn - 500 þús.
     Einleikjanámskeið LL og Kómedíuleikhússins - 100 þús.
Melrakkasetur Íslands: melrakkasetur.is - arcticfoxcenter.com - 500.000.-
Tónskóli Hólmavíkur, Grunnskólinn á Hólmavík og Leikfélag Hólmavíkur: TÓNLEIKUR (tón- og leiklist) í samvinnu unglinga og fullorðinna - 500.000.-
Félag um endurreisn listasafns Samúels Jónssonar í Selárdal: Listaverk Samúels í Selárdal - 500.000.-
Sauðfjársetur á Ströndum: Sumardagskrá Sauðfjárseturs á Ströndum 2007 - 500.000.-
Elvar Sigurgeirsson: Fornbílasafn í Bolungarvík og sýningar - 500.000.-
Hrólfur Vagnsson: Gömul skip (vinnutitill). Ljóðalestur og tónlist - 500.000.-
Holt Friðarsetur – Ingastofa: Útgáfa afmælisdagabókar Guðmundar Inga Kristjánssonar - 500.000.-
Soffía Vagnsdóttir: LISSA - listvinahópur - 500.000.-
Tónlistarfélag Ísafjarðar - 500.000.- (samtals, 2 verkefni)
     Tónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar - 400 þús.
     Sumar í Hömrum - Sumartónleikaröð Tónlistarfélags Ísafjarðar - 100 þús.
Áhugamannahópur um kvikmyndahátíð: Skjaldborg 07 - 450.000.-
Minjasjóður Önundarfjarðar: Mannlíf í myndum - 400.000.-
Náttúrugripasafn Bolungarvíkur og Náttúrustofa Vestfjarða: Vestfirskur jarðfræðingur – Einn af þeim fyrstu! - 400.000.-
Íris Kramer: Litróf - 400.000.-
Óstofnað félag um Arnarsetur Íslands: Gagnasöfnun fyrir Arnarsetur Íslands - 350.000.-
Þjóðbúningafélag Vestfjarða: Námskeiðahald í þjóðbúningasaum í samvinnu við Heimilisiðnaðarfélagið og Þjóðbúningastofu - 300.000.-
María Óskarsdóttir: Francais, pecheurs d’Islande / Frönsku sjómennirnir við Ísland - 300.000.-
Félag um Snjáfjallasetur: Undir Snjáfjöllum - þættir um búsetu og mannlíf á Snæfjallaströnd - 300.000.-
Pálína Vagnsdóttir og Listasumar í Súðavík: Listasumar í Súðavík 2007 - 300.000.-
Jóhannes Bjarni Eðvarðsson: Ljósmyndabók Sigurgeirs Bjarna Halldórssonar - 300.000.-
Jenný Jensdóttir - 300.000.- (samtals, 2 verkefni)
     Ljósmyndasýningin Húsin í hreppnum 150 þús.
     Ljósmyndasýningin Mannlíf í Kaldrananeshreppi 150 þús.
Hótel Djúpavík - 250.000.- (samtals, 2 verkefni)
     Sögusýning Djúpavíkur 200 þús.
     Ljósmyndasýning í síldarverksmiðjunni 50 þús.
Félagið Hús og fólk: Leiðsögn um þorpið Flateyri í máli og myndum - 240.000.-
Leikfélag Hólmavíkur: Leikritið Þið munið hann Jörund eftir Jónas Árnason - 200.000.-
Rebekka Eiríksdóttir og Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir: Þrírifað í þrístíft, þrettán rifað ofaní hvatt - 200.000.-
Leikfélagið Baldur á Bíldudal: Barnasýningin Rauðhetta eftir Jewgeni Schwarz - 150.000.-
Sigurjón Baldur Hafsteinsson: Óshlíð: Hryllingsheimildarmynd - 100.000.-
Rætur, félag áhugafólks um fjölmenningu: Nelson Mandela - Ljósmyndasýning - 100.000.-
Hafstraumar: Hafstraumar 2007 - 100.000.-
Ferðamálasamtök Vestfjarða: Kort yfir kirkjur á Vestfjörðum - 100.000.-
Tónlistarskóli Ísafjarðar: Tónleikarnir Heimsins ljós á föstudaginn langa 6. apríl 2007 - 50.000.-
Sunnukórinn: Útgáfa á efnisskrá vegna tónleikaferðalags Sunnukórsins til landanna við Eystrasalt sumarið 2007 - 50.000.-

Svipmynd