Stefnumˇtun Ý menningarmßlum

Fyrsta Menningarráð Vestfjarða, sem vann að samningagerð við sveitarfélögin og ríkisvaldið á fyrri hluta ársins 2007, var nokkurs konar vinnuhópur sem starfaði frá því um áramótin 2006-2007 og þangað til nýtt Menningarráð var stofnað með samningi milli sveitarfélaganna 10. júní 2007. Meðal annars var unnin stefnumótun í menningarmálum fyrir Vestfirði sem vinnuskjal vegna þessara samninga. Stefnumótunin var gefin út í febrúar 2007.

Í þessu fyrsta Menningarráði og vinnuhópi voru Dagný Sveinbjörnsdóttir (AtVest), Ingi Þór Ágústsson og Ólína Þorvarðardóttur (Ísafjarðarbær), Leifur Ragnar Jónsson (Vesturbyggð), Sveinn Valgeirsson (Tálknafjörður), Dagbjört Hjaltadóttir (Súðavík), Gunnar Hallsson (Bolungarvík), Arnar S. Jónsson (sveitarfélögin á Ströndum) og Óskar Steingrímsson (Reykhólahreppur). Starfsmaður hópsins var Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (starfsmaður Fjórðungssambands).

Stefnumótun í menningarmálum fyrir Vestfirði 2007

Svipmynd