Sk˙li Gautason | ■ri­judagurinn 21. febr˙ará2017

Framl÷g Uppbyggingarsjˇ­s Vestfjar­a 2017

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða hefur nú lokið við að fara yfir umsóknir um styrki vegna ársins 2017 og stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga hefur staðfest tillögu nefndarinnar um úthlutun. Samtals eru um 65 milljónir til úthlutunar til margvíslegra verkefna og uppbyggingar á Vestfjörðum, en hluta þeirrar upphæðar hefur þegar verið ráðstafað í styrkjum sem eru ákveðnir til tveggja eða þriggja ára.

Mörg verkefni sem fá framlög eru sérstaklega áhugaverð og umsóknir voru fjölbreyttar. Fjórðungssamband Vestfirðinga óskar styrkhöfum til hamingju með framlögin og umsækjendum öllum góðs gengis við vinnu að sínum verkefnum. Fjármagn Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða er hluti af samningi Fjórðungssambands Vestfirðinga við stjórnvöld um framkvæmd Sóknaráætlunar Vestfjarða 2015-2019.

  

Listi um framlög verður birtur hér á hádegi miðvikudaginn 22. febrúar. 

 

Alls var úthlutað 45,1 milljón króna. Framlög þessarar úthlutunar skiptast þannig að kr. 32.700.000 kr. er ráðstafað í verkefnastyrki, þar af 8.300.000 kr. til atvinnu- og nýsköpunarverkefna, en 12.400.000 kr. eru merktar stofn- og rekstarstyrkjum til menningarstofnana. Ákveðið var að þessu sinni að veita samtals 53 styrki, en umsóknir voru 100. Það er því auðvelt að reikna að 53% umsókna fékk jákvætt svar, þótt upphæðir séu oft mun lægri en umbeðin upphæð. Framlögin skiptast í 49 verkefnastyrki og 4 stofn- og rekstrarstyrki til menningarstofnana. Styrktarupphæðir eru á bilinu 200 þúsund til 5 milljóna, en meðalupphæð framlaga er um 850.000 kr.

 

Auglýst verður eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð í vor vegna annarrar úthlutunar ársins 2017. Þá verða til ráðstöfunar um 10 milljónir króna.

A­alsteinn Ëskarsson | f÷studagurinn 17. febr˙ará2017

┴hrif af vinnudeilu sjˇmanna og ˙tger­a.

Stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga samþykkti á fundi sínum í gær 16. febrúar eftirfarandi ályktun. 

 

Verkfall sjómanna hefur nú staðið frá miðjum desember. Miklu skiptir að sjómenn fái kjarasamning eins og aðrir launþegar en þeir hafa um árabil sinnt sínum störfum án gildandi samninga.

Verkfallið hefur þegar haft mikil áhrif á vestfirskt samfélag en sjávarútvegur stendur undir rúmlega helmingi atvinnutekna á Vestfjörðum. Nú þegar eru dæmi um að tekjur sveitarfélaga hafi dregist saman um 25% frá því verkfallið hófst. Ljóst má því vera ef vinnudeilan leysist ekki fljótlega, munu sveitarfélög sem byggja jafn mikið á sjávarútvegi lenda í miklum fjárhagslegum ógöngum. Afleiðingarnar verða atvinnuleysi, skert þjónustu og versnandi almannahagur.

Mikil ábyrgð hvílir því á samningsaðilum um finna lausn og sátt hið allra fyrsta. Fjórðungssamband Vestfirðinga hvetur samningsaðila að finna samhljóm og samstöðu til framtíðar með nýjum samningum. Það er fyrst og fremst almannahagur að útgerð og vinnsla hefjist að nýju sem allra fyrst.

 

A­alsteinn Ëskarsson | fimmtudagurinn 16. febr˙ará2017

Starfst÷­ sjßvar˙tvegs og landb˙na­arrß­herra ß ═safir­i

Fiskistofa kynnir starfsemi sÝna
Fiskistofa kynnir starfsemi sÝna
1 af 5

Starfstöð sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra var í Vestra húsi á Ísafirði þriðjudaginn 14. febrúar s.l., ráðherra bauð upp á viðtöl og kynnti sér starfsemi stofnana sem staðsettar eru í húsinu. Háskólasetur Vestfjarða og stofnanir ráðuneytisins Hafró, MAST, Matís og Fiskistofa héldu sérstaka kynningu á starfsemi og helstu verkefnum fyrir ráðherra og aðstaða þeirra var skoðuð. Lögð var áhersla á að kynna framsækin verkefni að nýrri nálgun við veiðar s.s. ljósvörpu og vinnslu afurða s.s. ofurkælingu sem nýttust jafnt fyrir hefðbundna fiskvinnslu sem og vinnslu eldisfisks.

Svipmynd