LÝna Bj÷rg Tryggvadˇttir | mi­vikudagurinn 21. nˇvemberá2018

Sˇknarߊtlun Vestfjar­a 2015-2019- hŠgt a­ senda till÷gur a­ ßhersluverkefnum

Sóknaráætlun Vestfjarða 2015-2019 er sértæk byggðaáætlun fyrir Vestfirði en það verkefni er hluti af Sóknaráætlun landshlutaanna. Markmið Sóknaráætlunar landshlutanna er að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun, treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni landshlutans og landsins alls. Markmiðið er jafnframt að einfalda samskipti ríkis og sveitarfélaga og tryggja gagnsæi við úthlutun og umsýslu opinberra fjármuna. Samningur um Sóknaráætlun Vestfjarða var undirritaður 10. febrúar 2015. Vestfjarðastofa heldur utan um verkefnið fyrir sveitarfélögin á Vestfjörðum.


Nßnar
Silja Baldvinsdˇttir | mßnudagurinn 19. nˇvemberá2018

Oddi hf. - Patreksfir­i. Fram˙rskarandi fyrirtŠki, anna­ ßri­ Ý r÷­.

1 af 3

Fyrirtækið Oddi hf. á Patreksfirði var stofnað árið 1967 og hefur verið burðarás í atvinnulífi á Patreksfirði og suðurhluta Vestfjarða í áraraðir​Hjá Odda starfa um 60 starfsmenn í landvinnslu og 26 sjómenn.


 


Oddi hf. byggir á veiðum sjávarafla úr endurnýtanlegum fiskstofnum og starfar í sátt við samfélag og umhverfi með gæði og ferskleika að leiðarljósi. Útgerðin rekur tvo línubáta, Núp BA-69 og Patrek BA-64 og er í samstarfi við smábátaútgerðir á svæðinu. Um 5.000 tonn af hráefni fara í gegnum vinnsluna á ári og eru umhverfisvæn sjónarmið höfð að leiðarljósi í allri framleiðslu og var Oddi hf. fyrsta fyrirtækið til þess að fá MSC vottun á Íslandi.


Nßnar
Silja Baldvinsdˇttir | f÷studagurinn 9. nˇvemberá2018

┌R VÍR vefrit ß Vestfj÷r­um

Hönnuðurinn Julie Gasiglia og ritstjórinn Aron Ingi Guðmundsson stofnendur Hússins/Creativity space á Patreksfirði eru að hrinda af stað vefritinu ÚR VÖR. ÚR VÖR mun fjalla um það hvernig fólk á Vestfjörðum og víðsvegar um landið notar skapandi aðferðir til að leita lausna. ÚR VÖR er staðsett á Vestfjörðum og verður áhersla lögð á þann landsfjórðung en munu þau einnig leitast við að veita öðrum landsfjórðungum athygli. ÚR VÖR má einnig finna á fésbókinni.

 

Svipmynd