| ■ri­judagurinn 25. marsá2008

Vinnuhelgi Ý SkrÝmslasetrinu

Vinnut÷rn Ý SkrÝmslasetrinu
Vinnut÷rn Ý SkrÝmslasetrinu

Skrímslakarlarnir fimm, þeir Arnar, Gísli, Kári, Maggi og Valdimar skruppu í vinnuferð til Bíldudals um páskana. Unnið var við að koma upp lofti og einangrun í það rými sem hýsa mun m.a. eldhús setursins og gekk verkið vel.

Nú er búið að skipta um þakjárn á öllu húsinu og megnið af útivinnu því lokið. Verið er að gera gólf í móttöku klárt fyrir steypuvinnu en það er fyrirtækið Lás ehf sem annast þær framkvæmdir. Undirbúningsvinna við sjálfa sýninguna er farin vel af stað og margar skemmtilegar hugmyndir að fæðast.

Fara á aðra vinnuferð í apríl og auglýst er hér með eftir sjálfboðaliðum. Sú ferð á reyndar ekki bara að vera vinnuferð því ætlunin er að gera eitthvað skemmtilegt saman eins og í síðustu hópferðum. Ferðin verður auglýst síðar, þegar dagsetning hefur endanlega verið ákveðin.

Skrímslakallar vilja koma á framfæri kæru þakkæti til Einars og Bjössa fyrir hjálpina.

Þessi frétt og meðfylgjandi mynd er afrituð af www.arnfirdingur.is.

Svipmynd

┌tsřni­ frß Nuuk