| fimmtudagurinn 12. j˙nÝá2008

Vi­ Dj˙pi­ hefst ■ann 17. j˙nÝ

Tónlistarhátíðin Við Djúpið hefst á Ísafirði í sjötta sinn á þjóðhátíðardaginn 17. júní, þriðjudag í næstu viku, og stendur í sex daga. Hátíðin er viðameiri en nokkru sinni fyrr. Hátíðin samanstendur af tónleikum og námskeiðum sem hafa það markmið að auka við fjölbreytni í menningarlífi á Vestfjörðum og gefa þannig almenningi sem og ferðamönnum kost á að njóta tónlistar í upphafi hins hefðbundna ferðamannatíma í fagurri náttúru þessa landshluta. Hún hefur nú skipað sér í fremstu röð tónlistarhátíða landsins sem framsækin og metnaðarfull hátíð. Við Djúpið er um leið eina hátíð sinnar tegundar þar sem jafn rík áhersla er lögð á námskeið, svokallaða masterklassa, samhliða tónleikahaldi.

„Það er sömuleiðis eitt af markmiðunum að auka með þessu samskipti og tengsl milli listamanna á Vestfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu jafnt sem erlendis. Í öllu kynningarefni hátíðarinnar er Ísafirði gert hátt undir höfði. Bærinn er þekktur á Íslandi og víðar fyrir blómlegt tónlistarlíf. Framtíðarsýn er sú að hátíðin verði áfram árviss viðburður þar sem þekktum innlendum og erlendum listamönnum verður boðin þátttaka“, segir í tilkynningu frá aðstandendum.

„Um leið og námskeið hátíðarinnar eru einstaklega frambærileg eru tónleikar hennar það líka. Alla daga hátíðarinnar er að finna tónleika á heimsmælikvarða. Í ár verður sú nýjung á dagskránni að hátíðin býður upp á í samstarfi við Háskólasetur Vestfjarða; fræðandi hádegistónleika. Þetta eru stuttir tónleikar sem eru samofnir fræðandi erindum listamannana. Svo verða auðvitað hefðbundnir tónleikar á dagskrá, en reyndin er sú að sífellt fleiri gestir sækja þá, heimamenn jafnt sem aðkomufólk.“

Verkefnisstjóri hátíðarinnar er Greipur Gíslason, en Tinna Þorsteinsdóttir er listrænn stjórnandi.

Eins og áður segir hefst hátíðin á þriðjudag. Opnunartónleikarnir verða með hinum unga Finna Pekka Kuusisto, fiðluleikara, og Simon Crawford-Philips, píanóleikara.

Fréttin er afrituð af vefnum www.bb.is. Vefslóð hátíðarinnar er www.viddjupid.is.

Svipmynd