| fimmtudagurinn 8. aprÝlá2010

Vestanvindar - laugardaginn 10. aprÝl

Fréttatilkynning

Njörður P. Njarðvík kynnir verk sín á bókmenntakynningunni Vestanvindar í Bryggjusal kl. 15.30. Davíð Ólafsson söngvari mun flytja lög eftir Njörð við undirleik Margrétar Gunnarsdóttur. Aðgangur er ókeypis, - kaffiveitingar. Menningarmiðstöðin Edinborg.

 

Njörður fæddist á Ísafirði 30. júní 1936. Hann útskrifaðist frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1955, lauk Cand. mag-prófi í íslenskum fræðum frá Háskóla Íslands árið 1964 og Fil. dr. prófi í norrænni fílólógiu frá Göteborgs-Universitet árið 1993. 

Njörður er prófessor emeritus við Háskóla Íslands og hefur starfað sem rithöfundur um langt skeið, bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál.

Hann var kennari við Gagnfræðaskólann við Vonarstræti 1959-1961 og Hagaskólann 1961-1962. Blaðamaður á Vísi 1962-1963. Kennari við KÍ 1964-1965 og MR 1965-1966. Framkvæmdastjóri Bókaútgáfunnar Skálholts 1964-1966. Lektor við Háskólann í Gautaborg 1966-1971. Lektor í íslenskum bókmenntum við HÍ 1971-1977, dósent 1977-1993 og prófessor frá 1993.

Njörður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir störf sín. Hann hlaut Verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir þýðingu barnabókar árið 1986. Árið 1987 var hann sæmdur riddarakross fyrsta stigs finnsku Ljónsorðunnar. Hann varð heiðursfélagi Finlands Svenska Författareförening 1992. Kjörinn ævifélagi Clare Hall College, University of Cambridge árið 1995, sama ár var hann sæmdur stórriddarakrossi finnsku Ljónsorðunnar árið 1995. Árið 2000 hlaut hann verðlaun sænsku akademíunnar fyrir kynningu á sænskri menningu.

Svipmynd