| ■ri­judagurinn 4. marsá2014

Verkefni­ Vaxtarsprotar ß Vestfj÷r­um

Nýsköpunarmiðstöð Íslands stendur fyrir verkefninu Vaxtarsprotar á Vestfjörðum á næstunni og eru kynningarfundir um verkefnið í vikunni. Verkefnið Vaxtarsprotar er 38 stunda námskeið, kennt að mestu í gegnum tölvu, og er sniðið að öllum þeim sem vilja stofna fyrirtæki eða hleypa nýju verkefni af stokkunum. Nánar má fræðast um Vaxtarsprota á Vestfjörðum á þessari síðu. Kynningarfundirnir eru miðvikudaginn 5. mars kl. 16:30-17:30 í Stúkuhúsinu á Patreksfirði, fimmtudaginn 6. mars kl. 12:00–13:00 á súpufundi á Cafe Riis á Hólmavík og loks á Ísafirði föstudaginn 7. mars kl. 12:00–13:00 í Vísindaporti Háskólaseturs Vestfjarða.

 

Skráning á Vaxtarsprota á Vestfjörðum fer fram hjá Örnu Láru Jónsdóttur á tölvupóstfangið arnalara@nmi.is eða í síma 522 9461, en námskeiðið sjálft hefst 13. mars.

Svipmynd