A­alsteinn Ëskarsson | ■ri­judagurinn 10. febr˙ará2015

Undiritun samnings um sˇknarߊtlun landshluta

Fri­bj÷rg MatthÝasdˇttir, forma­ur stjˇrnar FV
Fri­bj÷rg MatthÝasdˇttir, forma­ur stjˇrnar FV
1 af 3

Í dag var skrifað undir samninga um sóknaráætlanir landshluta fyrir tímabilið 2015-2019, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Fyrir hönd ríkisins skrifuðu undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og mennta- og menningarmálaráðherra, Illugi Gunnarsson, en fyrir hönd landshlutana átta, formenn eða framkvæmdastjórar þeirra. Friðbjörg Matthíasdóttir, formaður stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga staðfesti samninginn fyrir hönd FV. 

 

Ávörp fluttu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson (ávarp), mennta- og menningarmálaráðherra Illugi Gunnarsson, Karl Björnsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga (ávarp), Friðbjörg Matthíasdóttir formaður stjórnar FV og Aðalsteinn Óskarsson framkvæmdastjóri FV fyrir hönd landshlutasamtaka sveitarfélaga (ávarp), en FV fer nú með formennsku á samstarfsvettvangi landshlutasamtakanna. 

 

Nokkur reynsla er komin af sóknaráætlunum landshluta enda hafa þær verið við lýði í þrjú ár í núverandi formi en samið hefur verið til eins árs í einu. Nú er verið að sameina í einn samning verkefnin sóknaráætlanir landshluta, vaxtarsamninga og menningarsamninga og til fimm ára. Heildarupphæð samningana ríflega 550 milljónir króna en til viðbótar mun mennta- og menningarmálaráðuneytið leggja til fjármagn til áframhaldandi reksturs menningarmiðstöðva á Austurlandi og Suðurlandi og einnig munu nokkrar sértækar fjárveitingar renna inn í sóknaráætlanir einstakra landshluta.

 

Framlag til sóknaráætlun landshluta fyrir Vestfirði nemur 89,5 mkr, þar af er framlag Atvinnu og nýsköpunarráðuneytis 51,9 mkr, Mennta og menningarmálaráðuneytis  29,7 mkr og framlag sveitarfélaga á Vestfjörðum vegna menningarmála 7,9 mkr.

 

Sóknaráætlanir fela í sér mikla nýbreytni í opinberri stjórnsýslu þar sem verið er að færa aukna ábyrgð á útdeilingu fjármagns til landshlutasamtaka sveitarfélaga. Jafnframt er verið að einfalda framlög til einstakra landshluta, gera þau gegnsærri og láta þau í auknum mæli taka mið af hlutlægum mælikvörðum varðandi stöðu svæðisins.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga hefur hafið undirbúning að gerð sóknaráætlunar fyrir Vestfirði með þremur opnum fundum í janúar sl. á Patreksfirði, Hólmavík og Ísafirði. Um 100 manns sóttu þessa fundi og gefa þeir góðan grundvöll fyrir stefnumörkun landshlutans. Gerð sóknaráætlunar fyrir Vestfirði á að vera lokið eigi síðar en þann 22. júní nk.

 

Samning Fjórðungssambands Vestfirðinga og ráðuneytanna má finna hér.

Svipmynd