Silja Baldvinsdˇttir | f÷studagurinn 9. nˇvemberá2018

┌R VÍR vefrit ß Vestfj÷r­um

Hönnuðurinn Julie Gasiglia og ritstjórinn Aron Ingi Guðmundsson stofnendur Hússins/Creativity space á Patreksfirði eru að hrinda af stað vefritinu ÚR VÖR. ÚR VÖR mun fjalla um það hvernig fólk á Vestfjörðum og víðsvegar um landið notar skapandi aðferðir til að leita lausna. ÚR VÖR er staðsett á Vestfjörðum og verður áhersla lögð á þann landsfjórðung en munu þau einnig leitast við að veita öðrum landsfjórðungum athygli. ÚR VÖR má einnig finna á fésbókinni.

 

Svipmynd