| ■ri­judagurinn 6. jan˙ará2009

Tˇnleikar til a­ ■jappa fˇlki saman

Tónleikar verða haldnir í Ísafjarðarkirkju þann 25. janúar undir yfirskriftinni ,,Samtónn 2009". „Eftir neikvæðar fréttir og óánægjuraddir síðastliðnar vikur teljum við þarft að standa saman og styrkja okkar vináttu og fjölskyldubönd, þar er að finna okkar raunverulega styrk", segir í tilkynningu. Ónefndur aðili fékk hugmyndina að þessu framtaki og leitaði til nokkurra einstaklinga við að leggja sér lið við skipulagningu tónleikanna. Frítt verður inn á tónleikana og allir velkomnir. Tónleikarnir verða í rólegri kantinum og eru áhugasamir tónlistarmenn beðnir að setja sig í samband við Benedikt Sigurðsson í síma 690-2303 fyrir lok vikunnar.

Fréttin er afrituð af www.bb.is.

Svipmynd