| f÷studagurinn 16. maÝá2008

Tˇnleikar Ý Tˇnlistarskˇla Vesturbygg­ar

Loksins er blessað sumarið komið, sólin hækkar á lofti og sólbjart verður fljótlega allan sólarhringinn, m.a. þess vegna er rétti tíminn fyrir fréttir frá Tónlistarskólanum í Vesturbyggð. Þau hljóðfæri sem æft og leikið er á núna eru : gítar, bassi, píanó, þverflauta, fiðla, selló og blokkflauta. Í söngnámi eru nú 14 nemendur.

Sparisjóður Vestfirðinga lagði fram styrk í hljóðfærasjóð Tónlistarskóla Vesturbyggðar 500.000 krónur í febrúar mánuði sl. og munar um minna. Er hér með áréttað þakklæti skólans til Sparisjóðsins. Keypt hafa verið nokkur ný hljóðfæri m.a. gítarar og fiðlur. Á öllum tónleikum skólans greiða gestir í hljóðfærasjóð.

Vegna mikillar ásóknar í skólann er óskað eftir að þeir sem áhuga hafa á að vera áfram í skólanum, og einnig þeir sem vilja komast inn, staðfesti skólavist fyrir næsta skólaár í síðasta lagi 22. maí nk. í síma 456 1584 eða í Tónlistarskólanum við Stekka 21 á Patreksfirði frá kl. 14.00 og 16.00 alla virka daga.

Áætlun skólans í maímánuði er eftirfarandi:

Fimmtudagur 15. maí nk. kl. 20:00 Vortónleikar í Bíldudalsskóla.
Miðvikudagur 21. maí nk. kl. 20:00 Vortónleikar í Birkimelsskóla.
Miðvikudagur 21. maí nk. kl. 15:00 Lokaæfing í Félagsheimilinu á Patrksfirði.
Fimmtudagur 22. maí nk. kl. 20:00 Vortónleikar í Félagsheimilinu á Patreksfirði.

Skólaslit Tónlistarskóla Vesturbyggðar fara fram í Tónlistarskólanum að Stekkum 21 á Patreksfirði 28. maí nk. kl 18:00. Þess má geta að allir nemendur skólans hafa nú þegar fengið upplýsingar um væntanlega vortónleika, vorpróf og skólaslit hans. Bestu kveðjur með ósk um gleðilegt sumar frá kennurum Tónlistarskóla Vesturbyggðar.

Þessi frétt er afrituð af www.patreksfjordur.is og birt hér lítið eitt stytt.

Svipmynd