| mi­vikudagurinn 16. aprÝlá2008

Ůursaflokkurinn spilar ß ═safir­i

Hinn íslenski Þursaflokkur kemur til Ísafjarðar um hvítasunnuhelgina og spilar á tónleikum í Edinborgarhúsinu. Gert er ráð fyrir einum tónleikum föstudaginn 9. mai. Hljómsveitin hætti störfum fyrir um 28 árum en hefur haldið nokkra tónleika að undanförnu við frábærar undirtektir og til að mynda þurfti að bæta við tvennum aukatónleikum þegar hljómsveitin spilaði á Akureyri nýlega. Þursaflokkurinn spilaði síðast á Ísafirði árið 1980.

Frá þessu er sagt á ruv.is.

Svipmynd