| mßnudagurinn 18. ßg˙stá2008

Talking tree Ý Edinborg

Mynd af vefnum www.edinborg.is
Mynd af vefnum www.edinborg.is

Erna Ómarsdóttir dansari verður með danssýningu í Edinborgarhúsinu þann 19. ágúst og hefst sýningin kl. 20:30. Erna Ómarsdóttir er ein af skærustu danssstjörnum Evrópu og hefur hún tvívegis verið valin besti nútímadansarinn af útbreiddasta danstímariti Evrópu, Ballettanz og einnig mest spennandi ungi danshöfundurinn árið 2003. Erna Ómarsdottir útskrifaðist frá PARTS (Performing arts research and training studios) árið 1998. Hún hefur starfað með mörgum af þekktustu höfundum og stjórnendum innan dansheimsins, s.s. Tom Plisckhe, Jan Fabre og Pierre Coulibeuf. Erna er ein af stofnendum Dansleikhússins með Ekka sem var stofnað árið 1996. Hún hefur síðan samið og dansað verk með Dansleikhúsinu.

Önnur verk eru m.a.: “Walkabout Stalk” 2000 og “DanseM” 2000 og “IBM 1401 (a users manual)” 2002.

Um sýninguna Talking tree segir:

Talandi tréð er 3000 ára gamalt að hálfu leyti mennskt og telur sig hafa spádómsgáfu og svör við öllum hlutum. Það syngur og dansar skrýtnar sögur um fyndnar og sorglegar skepnur og persónur úr öðrum heimi. Talandi trénu fylgir laglína, eins konar þræl. Tréð og laglínan ferðast saman um heiminn og reka erindi sitt sem er að segja sögur sem gætu breytt honum.

Sambýlismaður Ernu er Ísfirðingurinn Valdimar Jóhannsson (Sigfússonar og Svanfríðar Arnórsdóttur) og tekur hann ríkan þátt í sýningunni með Ernu. Aðgangseyrir er 1.500.-

Fréttin er afrituð af vefnum www.edinborg.is.

Svipmynd