| mßnudagurinn 25. febr˙ará2013

TŠplega 100 umsˇknir bßrust sÝ­asta daginn!

Mikill fjöldi umsókna barst Menningarráði Vestfjarða áður en umsóknarfrestur rann út á miðnætti síðastliðinn föstudag og hefur eftirspurnin líklega aldrei verið meiri. Ber slík virkni menningarlífi á Vestfjörðum gott vitni.
 
Samkvæmt grófu yfirliti komu 95 umsóknir í hús síðasta sólarhringinn sem opið var fyrir umsóknarfrest, en samtals bárust um það bil 160 umsóknir um verkefnastyrki annars vegar og stofn- og rekstrarstyrki hins vegar. Þessar tölur eru ekki nákvæmar því stundum eru sömu umsóknir sendar oftar en einu sinni, ef breytingar hafa verið gerðar á síðustu stundu. Stundum eru líka fleiri en ein umsókn í sama tölvuskeyti. Þá er ekki útséð um að fleiri umsóknir sem settar hafa verið í bréfpóst á föstudaginn eigi enn eftir að berast.
 
Nú tekur við vinna hjá Menningarráði Vestfjarða við að yfirfara og fjalla um umsóknirnar.

Svipmynd