| ■ri­judagurinn 20. nˇvemberá2007

Styrkir til atvinnumßla kvenna

Vinnumálastofnun vekur athygli á að félagsmálaráðherra auglýsir aukaúthlutun á styrkjum til atvinnumála kvenna árið 2007. Styrkirnir eru ætlaðir konum sem eru með góða viðskiptahugmynd og stefna á að koma á fót sjálfstæðum atvinnurekstri.

Þessi aukaúthlutun hefur það meginmarkmið að styðja við viðskiptahugmyndir sem fjölga atvinnutækifærum á landsbyggðinni, en allar konur eiga þess kost að sækja um styrki. Umsóknareyðublað er rafrænt á heimasíðu Vinnumálastofnunar og er hægt að nálgast það undir þessum tengli. Áhugasömum konum er bent á að kynna sér reglur um úthlutunina á umsóknarsíðunni. Upplýsingar um styrkúthlutunina veitir Líney Árnadóttir í síma 582 4900 og á netfanginu liney.arnadottir@vmst.is. Umsóknarfrestur er til 10. desember.

Menningarráð Vestfjarða hvetur þær vestfirsku konur sem vinna að menningarverkefnum eða hafa hug á að skapa sér atvinnu á sviði menningar og lista til að sækja um styrki til þess úr þessum sjóði. Hámarksstyrkur er 1.500.000.- og miðast hámarkið einnig við að styrkir eru aldrei hærri en 50% af kostnaðaráætlun. Getur munað um minna við að koma starfsemi af stað.

Svipmynd