| ■ri­judagurinn 5. jan˙ará2016

Stjˇrn og fastanefndir Fjˇr­ungsambandsins

Stjˇrn FV ßsamt A­alsteini framkvŠmdastjˇra
Stjˇrn FV ßsamt A­alsteini framkvŠmdastjˇra

Í framtíðinni verður kosið í stjórn og tvær fastanefndir Fjórðungssambandsins á tveggja ára fresti á Fjórðungsþingum Vestfirðinga, að hausti eftir sveitarstjórnarkosningar og um vorið á miðju kjörtímabili. Á síðasta Fjórðungsþingi sem haldið var á Patreksfirði í október var í fyrsta skipti kosið í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða. Stjórn og fastanefndir Fjórðungssambandsins eru annars þannig skipaðar að í stjórn eru Friðbjörg Matthíasdóttir Vesturbyggð formaður, Daníel Jakobsson Ísafjarðarbæ, Ingibjörg Emilsdóttir Strandabyggð, Sigurður Hreinsson Ísafjarðarbæ og Pétur Markan Súðavíkurhreppi (sem situr í stjórn í leyfi Baldurs Smára Einarssonar Bolungarvíkurkaupstað frá sept. 2015).

 

Í fimm manna Fastanefnd FV um samgöngumál og fjarskipti eru sveitarstjórnarmennirnir: Sigurður Hreinsson Ísafjarðarbæ sem er formaður, Nanný Arna Guðmundsdóttir Ísafjarðarbæ, Ásgeir Jónsson Tálknafjarðarhreppi, Ingibjörg Benediktsdóttir Strandabyggð og Karl Kristjánsson Reykhólahreppi.

 

Í níu manna Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vestfjarða, þar sem meirihluti nefndarmanna skal vera fulltrúar atvinnu- og menningarlífs eða rannsókna- og vísindastofnana, en minnihluti sveitarstjórnarmenn eru: Arna Lára Jónsdóttir Ísafjarðarbæ, Ásgerður Þorleifsdóttir Ísafjarðarbæ, Guðbjörg Stefanía Hafþórsdóttir Bolungarvíkurkaupstað, Anna Vilborg Rúnarsdóttir Vesturbyggð, Sigurður Viggósson Vesturbyggð, Eva Dögg Jóhannesdóttir Tálknafjarðarhreppi, Viðar Guðmundsson Strandabyggð, Peter Weiss Ísafjarðarbæ og Finnur Ólafsson Kaldrananeshreppi.

Svipmynd