| sunnudagurinn 27. jan˙ará2008

Sjßlfbo­avinna Ý fÚlagsheimilinu ß HˇlmavÝk

Tvær helgar í janúarmánuði flykktust Hólmvíkingar og nærsveitungar í sjálfboðavinnu við að lagfæra Félagsheimilið á Hólmavík, sparsla og mála og í gær var svo drifið í því að leggja parket á gólf Félagsheimilisins á Hólmavík og lokið við verkið. Ásdís Leifsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar sagði að í næsta áfanga yrði settar plötur í loftið á anddyrinu, en þar er ennþá ber steypan frá byggingu hússins, en ekki er komið fram hvort það verði unnið í sjálfboðavinnu. Vonast er til að það verði gert fyrir Góugleðina, en um næstu helgi er þorrablót í húsinu og þá verður dansað á nýja parketinu undir spili hljómsveitarinnar Kokkteils sem tryllir fólkið í dansinum. 

Framhald verður á endurbótum að sögn Ásdísar og á að endurnýja vatnslagnir í húsinu og loka þakkassanum. Reikna má með að sviðið verði einnig tekið í gegn á næstunni í tengslum við uppsetningu á leikritinu Dýrunum í Hálsaskógi sem byrjað er að æfa í samvinnu Leikfélags Hólmavíkur, Grunnskólans á Hólmavík og Tónskóla Hólmavíkur.

Frá þessu sagði á www.strandir.is.

Svipmynd