Silja Baldvinsdˇttir | mßnudagurinn 19. nˇvemberá2018

Oddi hf. - Patreksfir­i. Fram˙rskarandi fyrirtŠki, anna­ ßri­ Ý r÷­.

1 af 3

Fyrirtækið Oddi hf. á Patreksfirði var stofnað árið 1967 og hefur verið burðarás í atvinnulífi á Patreksfirði og suðurhluta Vestfjarða í áraraðir. Hjá Odda starfa um 60 starfsmenn í landvinnslu og 26 sjómenn.

 

Oddi hf. byggir á veiðum sjávarafla úr endurnýtanlegum fiskstofnum og starfar í sátt við samfélag og umhverfi með gæði og ferskleika að leiðarljósi. Útgerðin rekur tvo línubáta, Núp BA-69 og Patrek BA-64 og er í samstarfi við smábátaútgerðir á svæðinu. Um 5.000 tonn af hráefni fara í gegnum vinnsluna á ári og eru umhverfisvæn sjónarmið höfð að leiðarljósi í allri framleiðslu og var Oddi hf. fyrsta fyrirtækið til þess að fá MSC vottun á Íslandi.

 

Framleiðslan skiptist niður í 38% ferskar afurðir, 35% frystar afurðir og eru um 27% framleiðslunnar saltaðar afurðir og er einn af styrkleikum fyrirtækisins einmitt sveigjanleikinn sem felst í þessu. Vinnsluferlið er í stöðugri endurskoðun og er stöðugt unnið að því að gera það markvissara og einfaldara. Þá er mikið er lagt upp úr góðu sambandi við viðskiptavini og afurðarkaupendur. Allir starfsmenn í vinnslu sækja fiskvinnslunámskeið og er áhersla lögð á endurmenntun starfsmanna og stjórnenda. Fulltrúar fyrirtækisins sækja alla helstu viðburði og fundi hvort sem um er að ræða sjávarútvegsráðstefnur eða markaðsfundi.Vert er að geta þess að konur eru í meirihluta þegar kemur að stjórn og stjórnun fyrirtækisins.

 

Oddi hf. hefur á síðustu árum verið stöðugt að efla vinnslu á ferskum flökum og flakahlutum sem fluttur er með flugi á erlenda markaði og kemur þ.a.l. inn á borð neytandans án þess að hafa verið frystur. Stærsti hluti ferskfisksframleiðslunnar er unninn úr þorski og ýsu eða um 95%. Bandaríkjamarkaður er mjög mikilvægur bæði í hnökkum og flökum, þá er um að ræða bæði ýsu og þorsk. Einnig eru framleidd þorskflök og hnakkastykki fyrir Frakkland, Belgíu, Bretland og nýverið Sviss.

Oddi hf. leggur mikla áherslu á gæðaeftirlit í framleiðslu saltfiskafurða og er öll framleiðsla fyrirtækisins seld út á stöðugleika í gæðum framleiðslunnar. Gæði umfram magn er slagorð fyrirtækisins. Fyrirtækið vill vera leiðandi í framleiðslu á hágæða fiskfurðum - ferskum, frystum og söltuðum - og leggur það mikið uppúr að fylgjast með nýjustu straumum og stefnum innan greinarinnar. Rekstrarmarkmið útgerðar Odda hf. er að stunda ábyrgar veiðar úr fiskstofnum á Íslandsmiðum og stuðla að sem bestri sátt við lífríki sjávar og umhverfið almennt.

 

Fyrirtækið var á dögunum valið framúrskarandi fyrirtæki skv. greiningu Creditinfo, annað árið í röð. Alls uppfylla 857 fyrirtæki eða einungis 2% allra skráðra fyrirtækja á Íslandi ströng skilyrði um fjárhagslegan styrk og stöðugleika. Við mat á fyrirtækjum er horft til þriggja ára tímabils og þurfa skilyrðin að vera uppfyllt öll árin.

 

Þetta er mikil viðurkenning fyrir fyrirtækið og starfsfólk þess.

 

 

 

 

 

 

Svipmynd